Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 13:12 Brak úr flugvélinni sem brotlenti hefur fundist í sjónum en einungis einn af þeim átta sem voru um borð. AP/Strandgæsla Japan Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. Japanar vilja að öryggi vélanna sé tryggt áður en þeim sé flogið aftur en allar fjórtán flugvélarnar í eigu varnarliðs Japans hafa verið kyrrsettar í bili. V-22 Osprey er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Hún tekur á loft eins og þyrla en í kjölfarið er hreyflum hennar snúið fram á við og henni flogið eins og flugvél. Tilefni þess að flugvélin brotlenti í gær er enn til rannsóknar og er enn verið að leita að sjö sem voru um borð. Einn fannst í gær. Fjölmiðlar ytra hafa haft eftir vitnum að vinstri hreyfill flugvélarinnar hafi logað þegar hún hrapaði í hafið. Leit stendur enn yfir í sjónum við Japan.AP/Kyodo News Verið var að fljúga flugvélinni á æfingu en fyrst bárust fregnir af því að átta hefðu verið um borð. Það var svo lækkað í sex en hækkað aftur í átta. Sjá einnig: Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Slys á Osprey-flugvélum eru tiltölulega algeng en flugvélarnar voru fyrst teknar í notkun á tíunda áratug síðustu aldar. Þær eru í notkun hjá bandarískum landgönguliðum, sjóhernum og hjá flugher Bandaríkjanna. Ein slík flugvél hrapaði í sjóinn undan ströndum Ástralíu í ágúst. Þá dóu þrír og fimm særðust alvarlega. Það var fimmta banvæna Osprey-slysið frá árinu 2012. Bandaríkjamenn hafa verið að nota flugvélarnar við leitina að týndu hermönnunum en Minoru Kihara, varnarmálaráðherra Japans, sagði á þingi í morgun að minnst tuttugu V-22 Osprey flugvélum hefði verið lent eða þær tekið á loft við bandarískar herstöðvar í Japan frá því í gær, samkvæmt frétt Reuters. Japan Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Japanar vilja að öryggi vélanna sé tryggt áður en þeim sé flogið aftur en allar fjórtán flugvélarnar í eigu varnarliðs Japans hafa verið kyrrsettar í bili. V-22 Osprey er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Hún tekur á loft eins og þyrla en í kjölfarið er hreyflum hennar snúið fram á við og henni flogið eins og flugvél. Tilefni þess að flugvélin brotlenti í gær er enn til rannsóknar og er enn verið að leita að sjö sem voru um borð. Einn fannst í gær. Fjölmiðlar ytra hafa haft eftir vitnum að vinstri hreyfill flugvélarinnar hafi logað þegar hún hrapaði í hafið. Leit stendur enn yfir í sjónum við Japan.AP/Kyodo News Verið var að fljúga flugvélinni á æfingu en fyrst bárust fregnir af því að átta hefðu verið um borð. Það var svo lækkað í sex en hækkað aftur í átta. Sjá einnig: Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Slys á Osprey-flugvélum eru tiltölulega algeng en flugvélarnar voru fyrst teknar í notkun á tíunda áratug síðustu aldar. Þær eru í notkun hjá bandarískum landgönguliðum, sjóhernum og hjá flugher Bandaríkjanna. Ein slík flugvél hrapaði í sjóinn undan ströndum Ástralíu í ágúst. Þá dóu þrír og fimm særðust alvarlega. Það var fimmta banvæna Osprey-slysið frá árinu 2012. Bandaríkjamenn hafa verið að nota flugvélarnar við leitina að týndu hermönnunum en Minoru Kihara, varnarmálaráðherra Japans, sagði á þingi í morgun að minnst tuttugu V-22 Osprey flugvélum hefði verið lent eða þær tekið á loft við bandarískar herstöðvar í Japan frá því í gær, samkvæmt frétt Reuters.
Japan Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira