Fossvogsbrú á minn hátt Ellert Már Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 16:01 Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga. Eftirfarandi hugleiðing er komin til vegna þessarar ígrundunar minnar á tilvonandi Fossvogsbrú. Gömul guðhrædd kona sagði við mig þar ég var lítill að það væri „helvíti“ ljótt að blóta. Þó svo að það sé mótsögn í setningunni er boðskapurinn skýr. Það má oft finna mótsagnir í verkum og hugum manna þó svo að unnið sé af heilindum. Ég hef haft það að leiðarljósi að blóta helst ekki upphátt en að blóta með sjálfum sér, það ræður maður ekki við. Ég hef fjallað lítillega um fyrirhugaða Fossvogsbrú og gert það vonandi af heilindum og án allra sleggjudóma og fordóma og reynt að blóta sem fæstum. Ég er sjálfur frístunda hjólreiðamaður og hef hjólað alla hjólastíga sem ég veit um á höfuðborgarsvæðinu. Fossvoginn hef ég hjólað út og suður. Með tilkomu brúarinnar mun Fossvogurinn eflast til muna sem útivistarsvæði og er hann nú vinsælt fyrir. Í mínum huga er brúin sem sáttmáli milli tveggja vina, innsiglaður með handabandi. Gallinn er að handabandið er vinstri handar handaband. Einfalt er að lagfæra það og spegla gjörninn. Ég hef fengið nokkra gagnrýni varðandi mínar athugasemdir við brúnna. Af hverju kemur þú svona seint með þínar athugasemdir. Fyrirhugað nýtt deiliskipulag við Fossvogsbrúnna var auglýst í ágúst 2023 og þá fyrst gafst almenningi kostur á að gera formlegar athugasemdir við brúnna. Lokað var fyrir athugasemdir 19. september 2023 Ég gerði mínar athugasemdir í september 2023. Hönnun brúarinnar var þá komin langt áleiðis í trássi við gildandi deiliskipulag. Úrslit úr samkeppninni lá fyrir í byrjun desember 2021. Þá strax átti að breyta deiliskipulaginu. Almenningi hefði þá gefist kostur á að gera formlegar athugasemdir áður en hönnun brúarinnar færi á fullt. Mínar athugasendir rötuðu á skipulagsgatt.is og voru teknar til skoðunar hjá Vegagerðinni. Svar við mínum athugasemdum kom svo í fundargerð umhverfis og samgönguráðs 22.11.2023. Á þeim fundi var deiliskipulagið samþykkt af þeirra hálfu og lagt til að borgarráð staðfesti nýtt deiliskipulag við Fossvogsbrú. Ég varð bara að kyngja niðurstöðunni og þegja, enginn mótmælaréttur og sögulok. Hér er brot út fundargerð frá fundinum í Umhverfis og skipulagsráði 22.11.2023 þar sem ábendingar mínar eru tíundaðar og svör Vegagerðarinnar við þeim. 11 . E ll e rt M á r J ó n sso n , á b e n d i n g d a g s . 5 . 9 . 2023 L e ggur til að spegla brúnni þannig að hjólandi umferð verði austan megin á brúnni og gangandi umferð vestan megin þar sem að hægt er að staldra við og njóta sólsetursins. Hjólandi vegfarendur þurfi að hafa augun á brúnni og hafi minna tækifæri til þess að njóta þessarar fallegu sjónar. Hjólandi fólk á hraðferð hafi ekkert að gera við sólarlag við sjóinn í samanburði við fólk og fjölskyldur að njóta gæðastundar. Sólin falli á vesturhlið brúarinnar um kl. 13.30 og þá myndist skuggar frá handriðum á göngusvæðið austan megin á brúnni. Svar Umhverfis og skipulagsráðs, (Vegagerðarinnar). S var : Hjólastígur er hafður vestan megin á brú til að lágmarka þveranir hjólandi umferðar við Borgarlínuna á Kársnesi. Auk þess gerir hönnunin ráð fyrir að brúin verði mikið notuð af þeim sem hlaupa og ganga 5 km hring um Fossvoginn, sem er hægt án þess að þvera Borgarlínu, þar sem að göngustígur er staðsettur austan megin á brúnni. Áningarstaðir fyrir gangandi austan megin á brúnni bjóða upp á útsýni á strandlengju og stíga inni í Fossvogi. Sólarlag verður sýnilegt af göngustíg austan megin á brú, auk þess sem áningarstaðir vestan við báða brúarenda eru hugsaðir m.a. til að gera gangandi kleift að njóta sólarlagsins í góðu tómi. Það eru sem sagt tvenn meginrök að áliti Vegagerðarinnar sem ráða legu hjóla og göngustíga á brúnni. Að til sólar sjáist frá austurhlið eru ekki rök fyrir að gönguleiðin sé þeim megin. OM.... 2/3 blót, númer 1. LÁGMÖRKUN Á ÞVERUN HJÓLANDI VIÐ BORGARLÍNU Á KÁRSNESINU. Kíkjum á þessi rök. Efla Hér eru þau kort sem Vegagerðin dreifir varðandi kosti þess að hafa hjólastíginn austan megin á brúnni. (kortin eru frá Eflu) Ekkert kort sem sýnir legu Borgarlínu, hjólastígs og göngustígs frá brú alla leið yfir Kársnesið inn í Kópavog fylgir kynningunni. Eftir að fréttin um Fossvogsbrúnna og viðtal við mig birtist á visir.is 22.11.2023 birtir Vegagerðin yfirlýsingu þar sem hönnun brúarinnar er lofuð í hástert. VEGAGERÐIN 23.11.2023 “Fossvogsbrú - vel ígrunduð hönnun Hugað að þörfum og upplifun allra sem munu eiga leið um brúna” Teikning sem Vegagerðin notar óspart sem sína teikningu (en er frá Eflu) nú síðast 23.11.2023 sýnir að göngustígar eru beggja vegna Borgarlínu langs eftir Vesturvör og Bakkabraut. Hjólastígurinn eru vestan við vestari göngustíginn við Vesturvör. Ekki er sýnt hvernig stígarnir halda áfram yfir Kársnesið og hvernig lega þeirra er þegar kemur að Kópavoginum og hvort hjólastígurinn er nær sjó en göngustígurinn (eins og háhraða hjólreiðamenn vilja). Ef þetta verður raunin er óhætt að segja hjólreiðamenn leggi línurnar og hér sé hjólafólki higglað á kostnað göngufólks. Hvergi í Evrópu hef ég séð samliggjandi göngu og hjólastíg þar sem hjólastígurinn er nær sjó eða vatni. Hér er kort sem sýnir legu göngu og hjólastíga (saman) meðfram Vesturvör og Bakkabraut (Borgarlínu götum) þvert yfir Kársnesið og yfir í Kópavog nú í dag. Göngu og hjólastígar liggja hlið við hlið og hjólastígur næst brúnni er austan við austasta hjólastíg Hér er núverandi hjólastígur austanmegin við Vesturvör og brúin var hönnuð til að tengja núverandi stíga meðfram Vesturvör og Bakkabraut. Stígurinn er austan megin. Til að tengja hann þarf hjólafólk að þvera Borgarlínu og Vesturvör. OM.... 2/3 blót, númer 2. Myndir/Ellert Æ,æ, hér verður þverun hjólastígs við Borgarlínu ef fer sem horfir. Þessi þverun er hvergi til í „Kokkabókum Vegagerðarinnar“ eða Eflu. Myndir/Ellert Erfitt er að sjá að háhraða hjólastígur verði lagður þvert á almenn bílastæði á Bakkabraut. Enn er hjólastígurinn austan við Bakkabraut. Efla Hér er komið „að landi“ á Kársnesinu. Engin þverun hjólreiðamanna til austurs er sýnileg en verður sannanlega til staðar í raunveruleikanum ef brúin verður samkvæmt núverandi hönnun. Efla Það er engin tenging frá hjólastígnum vestan á brúni yfir á hjólastíg til austurs inn í Fossvog á norðanverðu Kársnesinu. Það þarf nefnilega að þvera Borgarlínuna. Æ,æ bætist við ein þverun. Brúarendi í Reykjavík. Hér þvera bæði hjólastígar og göngustígar Borgarlínuna. Ljósastýrð umferð. Ekki hjá því komist en ef brúin yrði spegluð þá þyrftu gangandi vegfarendur frá Skerjafirði og yfir á Kársnesið ekki að þvera hjólastíg og Borgarlínu. Gangandi frá Fossvogi að Skerjafirði þurfa alltaf að þvera Borgarlínu, spegluð eða óspegluð brú. Gangandi frá Fossvogi yfir fyrirhugaða brú þurfa ekki að þvera hjólastíg og Borgarlínu en þar sem útsýni af austanverði brúnni er miklum takmörkunum háð fara margir út á útsýnispallinn og njóta fallegs útsýnis og fara svo til baka yfir hjólastíg og borgarlínu. Tvær þveranir göngufólks áður en lagt verður af stað yfir fyrirhugaða brú. Endurbætt kort Vegagerðarinnar (Eflu) af tengingum (þverunum) sem hampað hefur verið. Efla Endurbætur á korti: EMJ Samantekt á þverunum göngu- og hjólastígs við Borgarlínu Fyrirhuguð Fossvogsbrú. Einföld skýringarmynd af öllu svæðinu frá brúarenda í Reykjavík yfir Kársnesið og að Kópavogi. Spegluð Fossvogsbrú. Einföld skýringarmynd af öllu svæðinu frá brúarenda í Reykjavík yfir Kársnesið og að Kópavogi. Efla Fjöldi þverana yfir borgarlínu fyrir hjólreiðamenn er. Þveranir fyrir fyrirhugaða brú : 2 þveranir við Borgarlínu Þveranir fyrir speglaða brú : 2 þveranir við Borgarlínu Svæðið frá Vesturvör 30b inn að Kópavogi virðist óhannað og því ekki hægt að meta það varðandi þveranir. Ef hjólastígur er austan megin á brúnni og heldur þeirri legu út í Kópavog þá sparast ein þverun (sú sem ég fann á hjólastíg til austurs á norðanverðu Kársnesinu) en það bætist við ei þverun yfir Borgarholtsbraut. (Ljósastýring). Sem sagt: Þveranir hjólreiðastíga yfir Borgarlínu, sem liggur þvert yfir Kársnesið (eftir Vesturvör og Bakkabraut) eru jafn margar hvort sem hjólastígur er vestan megin eða austan megin á brúnni. Hér eru rökin fyrir færri þverunum hjólastígs og Borgarlínu á Kársnesinu (eftir Vesturvör og Bakkabraut) gufuð upp. Auðvelt er að ljósastýra þverunum eins og gert er ráð fyrir við norðurenda brúarinnar í Reykjavík. Rök 2 hjá Vegagerðinni (Eflu), Fossvogshringurinn. Einn aðal kostur þess að hafa gönguleiðina austan megin á brúnni að mati Vegagerðarinnar (Eflu) er að stórkostlega skemmtileg órofin hlaupaleið skapast í kring um Fossvoginn Gullhringurinn ef svo má segja. Gullhringurinn Kíkjum aðeins á þetta. Segjum að við hefjum hlaupið við brúarsporðinn Reykjavíkur megin og hlaupum austan megin yfir brúnna eins og hún er hönnuð í dag. Fljótlega liggur leiðin inn í íbúða og iðnaðarsvæði á Kársnesinu u.þ.b. 500 m (10 % af hringnum), fjarri Fossvoginum, þar sem þvera þarf umferðargötu og hlaupa meðfram bílastæðum drykklanga stund. Þegar svo komið er undir Fossvogskirkjugarð þá þverar aðal hjólaleiðin í Fossvogi hlaupaleiðina og sameinast hún svo göngustígurinn svo sunnan við Hof Ásatrúafélagsins. Frá Nauthóli og vestur fyrir Braggann er engin merkt hlaupa- eða hjólaleið og fólk er þvers og kruss um allt svæðið á góðviðrisdögum, en þá er mest gengið, hlaupið, hjólað og hlegið á þessu svæði. Þetta svæði er þá kaos. Síðasti spottinn að brúarenda er góður og gott að hvíla lúin bein á útsýnispallinum góða vestan við brúarendann. Æ,æ, þá þarf að krossa Borgarlínu og hjólastíg fram og til baka, tvisvar íheild. Ég kalla þennan hlaupahring „Gúmmíhringinn“. Vegagerðin afsalaði sér hugmyndinn um Gullhringinn á fundi með mér Ellerti Má Jónssyni 25.11.2023, hann var alls ekki vera frá þeim kominn. (kom frá Eflu) Vegagerðin notaði hann samt sem rök fyrir göngustíg austan megin brúarinnar gegn mínum innsendu athugasemdum um brúnna. OM... 2/3 blót, í þriðja skipti. Hér að framan hef farið í gegnum svör Vegagerðarinnar við minni formlegu athugasemd varðandi nýtt deiliskipulag við Fossvogsbrú. Rök Vegagerðarinnar gegn speglun brúarinnar eru fokinn út í veður og vind. Umhverfis og skipulagsráð samþykkti nýja deiliskipulagið við Fossvogsbrú út frá svörum Vegagerðarinnar sem eru marklaus. Hvað nú ??? Landsamband hjólreiðamanna Innan allra samtaka eru nokkrir hópar. iðulega vill svo til að háværasti hópurinn nái þar völdum og stýri allri umræðu í samtökunum. Þetta eru „heittrúarmenn“ sem berjast fyrir sínum málstað frá hjartanu. Ekki er víst að þögull meirihluti sé alltaf á sama máli og sá háværi. Ég sem hjólareiðamaður í flokki hófsamra myndi velja að hjóla austan megin á speglaðri Fossvogsbrúnni ef ég væri á hraðferð milli tveggja áfangastaða t.d. frá Nauthóli í Fossvogi að Sjálandi í Garðabæ. í mínu tilfelli er það þannig að mínir áfangastaðir eru ekki endilega ákveðnir í upphafi ferðar. Þeir „mæta bara á staðinn“. Þannig er með brúnna. Hún er hraðbraut fyrir minnihluta hjólreiðamanna en fallegur áfangastaður fyrir okkur hin. Tölfræðilega veit ég ekki hlutföllin milli hópanna tveggja enda breytast þau mjög eftir veðri, vindum og dagatali. Landsamband hjólreiðamanna hefur býsnast út í mig varðandi skoðunar minnar á roki og rigningu á brúnni. Þeir vilja að austurhluti brúarinnar skýli þeim fyrir Nær væri að gangandi fólk jafnvel með börn og barnavagna myndi njóta skjólsins á vesturhliðinni í ríkjandi austanáttinni. Nú er þekkt að í norðanátt á höfuðborgarsvæðinu eru meiri líkur á sólskini en t.d. suð austan átt. Það fylgir náttúrulega böggull skammrifi að oft er kul í norðanáttinni sem sól á andlit og kropp göngufólks vestanmegin á speglaðri brú vermir og gerir kraftaverk. Ég fullyrði (mín skoðun) að „minn hópur“ sé oft stærri, t.d. um helgar, á frídrögum, á sumrin ......... Þessi brú getur orðið djásn Reykjavíkur og Kópavogs og rómuð um heim allan fyrir frábært samspil manngerða hluta og náttúru. Brúin er listaverk og hvernig burðarvirkið brúarinnar nýtist í öldunni er frábært. Það allt nýtist þó brúin sé spegluð. Brúin gæti orðið næsta „Blue Lagoon“ íslands með„Sky Lagoon“ rétt við brúarsporðinn í Kópavogi Ég legg til að yfirvöld fresti að staðfesta nýtt deiliskipulag við fyrirhugaða Fossvogsbrú þar til full sátt fæst um um brúnna. Höfundur er byggingaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fossvogsbrú Skipulag Hjólreiðar Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Fossvogsbrúin „fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði“ Vegagerðin og Landssamtök hjólreiðamanna segja núverandi hönnun Fossvogsbrúarinnar tryggja öryggi og skjól hjólreiðamanna. Það þurfi ekki að breyta hönnun brúarinnar eins og byggingarverkfræðingur vill gera svo gangandi geti notið sólarlags og útsýnis betur. 24. nóvember 2023 07:00 Telur galla í hönnun Fossvogsbrúarinnar Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða. 22. nóvember 2023 07:01 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga. Eftirfarandi hugleiðing er komin til vegna þessarar ígrundunar minnar á tilvonandi Fossvogsbrú. Gömul guðhrædd kona sagði við mig þar ég var lítill að það væri „helvíti“ ljótt að blóta. Þó svo að það sé mótsögn í setningunni er boðskapurinn skýr. Það má oft finna mótsagnir í verkum og hugum manna þó svo að unnið sé af heilindum. Ég hef haft það að leiðarljósi að blóta helst ekki upphátt en að blóta með sjálfum sér, það ræður maður ekki við. Ég hef fjallað lítillega um fyrirhugaða Fossvogsbrú og gert það vonandi af heilindum og án allra sleggjudóma og fordóma og reynt að blóta sem fæstum. Ég er sjálfur frístunda hjólreiðamaður og hef hjólað alla hjólastíga sem ég veit um á höfuðborgarsvæðinu. Fossvoginn hef ég hjólað út og suður. Með tilkomu brúarinnar mun Fossvogurinn eflast til muna sem útivistarsvæði og er hann nú vinsælt fyrir. Í mínum huga er brúin sem sáttmáli milli tveggja vina, innsiglaður með handabandi. Gallinn er að handabandið er vinstri handar handaband. Einfalt er að lagfæra það og spegla gjörninn. Ég hef fengið nokkra gagnrýni varðandi mínar athugasemdir við brúnna. Af hverju kemur þú svona seint með þínar athugasemdir. Fyrirhugað nýtt deiliskipulag við Fossvogsbrúnna var auglýst í ágúst 2023 og þá fyrst gafst almenningi kostur á að gera formlegar athugasemdir við brúnna. Lokað var fyrir athugasemdir 19. september 2023 Ég gerði mínar athugasemdir í september 2023. Hönnun brúarinnar var þá komin langt áleiðis í trássi við gildandi deiliskipulag. Úrslit úr samkeppninni lá fyrir í byrjun desember 2021. Þá strax átti að breyta deiliskipulaginu. Almenningi hefði þá gefist kostur á að gera formlegar athugasemdir áður en hönnun brúarinnar færi á fullt. Mínar athugasendir rötuðu á skipulagsgatt.is og voru teknar til skoðunar hjá Vegagerðinni. Svar við mínum athugasemdum kom svo í fundargerð umhverfis og samgönguráðs 22.11.2023. Á þeim fundi var deiliskipulagið samþykkt af þeirra hálfu og lagt til að borgarráð staðfesti nýtt deiliskipulag við Fossvogsbrú. Ég varð bara að kyngja niðurstöðunni og þegja, enginn mótmælaréttur og sögulok. Hér er brot út fundargerð frá fundinum í Umhverfis og skipulagsráði 22.11.2023 þar sem ábendingar mínar eru tíundaðar og svör Vegagerðarinnar við þeim. 11 . E ll e rt M á r J ó n sso n , á b e n d i n g d a g s . 5 . 9 . 2023 L e ggur til að spegla brúnni þannig að hjólandi umferð verði austan megin á brúnni og gangandi umferð vestan megin þar sem að hægt er að staldra við og njóta sólsetursins. Hjólandi vegfarendur þurfi að hafa augun á brúnni og hafi minna tækifæri til þess að njóta þessarar fallegu sjónar. Hjólandi fólk á hraðferð hafi ekkert að gera við sólarlag við sjóinn í samanburði við fólk og fjölskyldur að njóta gæðastundar. Sólin falli á vesturhlið brúarinnar um kl. 13.30 og þá myndist skuggar frá handriðum á göngusvæðið austan megin á brúnni. Svar Umhverfis og skipulagsráðs, (Vegagerðarinnar). S var : Hjólastígur er hafður vestan megin á brú til að lágmarka þveranir hjólandi umferðar við Borgarlínuna á Kársnesi. Auk þess gerir hönnunin ráð fyrir að brúin verði mikið notuð af þeim sem hlaupa og ganga 5 km hring um Fossvoginn, sem er hægt án þess að þvera Borgarlínu, þar sem að göngustígur er staðsettur austan megin á brúnni. Áningarstaðir fyrir gangandi austan megin á brúnni bjóða upp á útsýni á strandlengju og stíga inni í Fossvogi. Sólarlag verður sýnilegt af göngustíg austan megin á brú, auk þess sem áningarstaðir vestan við báða brúarenda eru hugsaðir m.a. til að gera gangandi kleift að njóta sólarlagsins í góðu tómi. Það eru sem sagt tvenn meginrök að áliti Vegagerðarinnar sem ráða legu hjóla og göngustíga á brúnni. Að til sólar sjáist frá austurhlið eru ekki rök fyrir að gönguleiðin sé þeim megin. OM.... 2/3 blót, númer 1. LÁGMÖRKUN Á ÞVERUN HJÓLANDI VIÐ BORGARLÍNU Á KÁRSNESINU. Kíkjum á þessi rök. Efla Hér eru þau kort sem Vegagerðin dreifir varðandi kosti þess að hafa hjólastíginn austan megin á brúnni. (kortin eru frá Eflu) Ekkert kort sem sýnir legu Borgarlínu, hjólastígs og göngustígs frá brú alla leið yfir Kársnesið inn í Kópavog fylgir kynningunni. Eftir að fréttin um Fossvogsbrúnna og viðtal við mig birtist á visir.is 22.11.2023 birtir Vegagerðin yfirlýsingu þar sem hönnun brúarinnar er lofuð í hástert. VEGAGERÐIN 23.11.2023 “Fossvogsbrú - vel ígrunduð hönnun Hugað að þörfum og upplifun allra sem munu eiga leið um brúna” Teikning sem Vegagerðin notar óspart sem sína teikningu (en er frá Eflu) nú síðast 23.11.2023 sýnir að göngustígar eru beggja vegna Borgarlínu langs eftir Vesturvör og Bakkabraut. Hjólastígurinn eru vestan við vestari göngustíginn við Vesturvör. Ekki er sýnt hvernig stígarnir halda áfram yfir Kársnesið og hvernig lega þeirra er þegar kemur að Kópavoginum og hvort hjólastígurinn er nær sjó en göngustígurinn (eins og háhraða hjólreiðamenn vilja). Ef þetta verður raunin er óhætt að segja hjólreiðamenn leggi línurnar og hér sé hjólafólki higglað á kostnað göngufólks. Hvergi í Evrópu hef ég séð samliggjandi göngu og hjólastíg þar sem hjólastígurinn er nær sjó eða vatni. Hér er kort sem sýnir legu göngu og hjólastíga (saman) meðfram Vesturvör og Bakkabraut (Borgarlínu götum) þvert yfir Kársnesið og yfir í Kópavog nú í dag. Göngu og hjólastígar liggja hlið við hlið og hjólastígur næst brúnni er austan við austasta hjólastíg Hér er núverandi hjólastígur austanmegin við Vesturvör og brúin var hönnuð til að tengja núverandi stíga meðfram Vesturvör og Bakkabraut. Stígurinn er austan megin. Til að tengja hann þarf hjólafólk að þvera Borgarlínu og Vesturvör. OM.... 2/3 blót, númer 2. Myndir/Ellert Æ,æ, hér verður þverun hjólastígs við Borgarlínu ef fer sem horfir. Þessi þverun er hvergi til í „Kokkabókum Vegagerðarinnar“ eða Eflu. Myndir/Ellert Erfitt er að sjá að háhraða hjólastígur verði lagður þvert á almenn bílastæði á Bakkabraut. Enn er hjólastígurinn austan við Bakkabraut. Efla Hér er komið „að landi“ á Kársnesinu. Engin þverun hjólreiðamanna til austurs er sýnileg en verður sannanlega til staðar í raunveruleikanum ef brúin verður samkvæmt núverandi hönnun. Efla Það er engin tenging frá hjólastígnum vestan á brúni yfir á hjólastíg til austurs inn í Fossvog á norðanverðu Kársnesinu. Það þarf nefnilega að þvera Borgarlínuna. Æ,æ bætist við ein þverun. Brúarendi í Reykjavík. Hér þvera bæði hjólastígar og göngustígar Borgarlínuna. Ljósastýrð umferð. Ekki hjá því komist en ef brúin yrði spegluð þá þyrftu gangandi vegfarendur frá Skerjafirði og yfir á Kársnesið ekki að þvera hjólastíg og Borgarlínu. Gangandi frá Fossvogi að Skerjafirði þurfa alltaf að þvera Borgarlínu, spegluð eða óspegluð brú. Gangandi frá Fossvogi yfir fyrirhugaða brú þurfa ekki að þvera hjólastíg og Borgarlínu en þar sem útsýni af austanverði brúnni er miklum takmörkunum háð fara margir út á útsýnispallinn og njóta fallegs útsýnis og fara svo til baka yfir hjólastíg og borgarlínu. Tvær þveranir göngufólks áður en lagt verður af stað yfir fyrirhugaða brú. Endurbætt kort Vegagerðarinnar (Eflu) af tengingum (þverunum) sem hampað hefur verið. Efla Endurbætur á korti: EMJ Samantekt á þverunum göngu- og hjólastígs við Borgarlínu Fyrirhuguð Fossvogsbrú. Einföld skýringarmynd af öllu svæðinu frá brúarenda í Reykjavík yfir Kársnesið og að Kópavogi. Spegluð Fossvogsbrú. Einföld skýringarmynd af öllu svæðinu frá brúarenda í Reykjavík yfir Kársnesið og að Kópavogi. Efla Fjöldi þverana yfir borgarlínu fyrir hjólreiðamenn er. Þveranir fyrir fyrirhugaða brú : 2 þveranir við Borgarlínu Þveranir fyrir speglaða brú : 2 þveranir við Borgarlínu Svæðið frá Vesturvör 30b inn að Kópavogi virðist óhannað og því ekki hægt að meta það varðandi þveranir. Ef hjólastígur er austan megin á brúnni og heldur þeirri legu út í Kópavog þá sparast ein þverun (sú sem ég fann á hjólastíg til austurs á norðanverðu Kársnesinu) en það bætist við ei þverun yfir Borgarholtsbraut. (Ljósastýring). Sem sagt: Þveranir hjólreiðastíga yfir Borgarlínu, sem liggur þvert yfir Kársnesið (eftir Vesturvör og Bakkabraut) eru jafn margar hvort sem hjólastígur er vestan megin eða austan megin á brúnni. Hér eru rökin fyrir færri þverunum hjólastígs og Borgarlínu á Kársnesinu (eftir Vesturvör og Bakkabraut) gufuð upp. Auðvelt er að ljósastýra þverunum eins og gert er ráð fyrir við norðurenda brúarinnar í Reykjavík. Rök 2 hjá Vegagerðinni (Eflu), Fossvogshringurinn. Einn aðal kostur þess að hafa gönguleiðina austan megin á brúnni að mati Vegagerðarinnar (Eflu) er að stórkostlega skemmtileg órofin hlaupaleið skapast í kring um Fossvoginn Gullhringurinn ef svo má segja. Gullhringurinn Kíkjum aðeins á þetta. Segjum að við hefjum hlaupið við brúarsporðinn Reykjavíkur megin og hlaupum austan megin yfir brúnna eins og hún er hönnuð í dag. Fljótlega liggur leiðin inn í íbúða og iðnaðarsvæði á Kársnesinu u.þ.b. 500 m (10 % af hringnum), fjarri Fossvoginum, þar sem þvera þarf umferðargötu og hlaupa meðfram bílastæðum drykklanga stund. Þegar svo komið er undir Fossvogskirkjugarð þá þverar aðal hjólaleiðin í Fossvogi hlaupaleiðina og sameinast hún svo göngustígurinn svo sunnan við Hof Ásatrúafélagsins. Frá Nauthóli og vestur fyrir Braggann er engin merkt hlaupa- eða hjólaleið og fólk er þvers og kruss um allt svæðið á góðviðrisdögum, en þá er mest gengið, hlaupið, hjólað og hlegið á þessu svæði. Þetta svæði er þá kaos. Síðasti spottinn að brúarenda er góður og gott að hvíla lúin bein á útsýnispallinum góða vestan við brúarendann. Æ,æ, þá þarf að krossa Borgarlínu og hjólastíg fram og til baka, tvisvar íheild. Ég kalla þennan hlaupahring „Gúmmíhringinn“. Vegagerðin afsalaði sér hugmyndinn um Gullhringinn á fundi með mér Ellerti Má Jónssyni 25.11.2023, hann var alls ekki vera frá þeim kominn. (kom frá Eflu) Vegagerðin notaði hann samt sem rök fyrir göngustíg austan megin brúarinnar gegn mínum innsendu athugasemdum um brúnna. OM... 2/3 blót, í þriðja skipti. Hér að framan hef farið í gegnum svör Vegagerðarinnar við minni formlegu athugasemd varðandi nýtt deiliskipulag við Fossvogsbrú. Rök Vegagerðarinnar gegn speglun brúarinnar eru fokinn út í veður og vind. Umhverfis og skipulagsráð samþykkti nýja deiliskipulagið við Fossvogsbrú út frá svörum Vegagerðarinnar sem eru marklaus. Hvað nú ??? Landsamband hjólreiðamanna Innan allra samtaka eru nokkrir hópar. iðulega vill svo til að háværasti hópurinn nái þar völdum og stýri allri umræðu í samtökunum. Þetta eru „heittrúarmenn“ sem berjast fyrir sínum málstað frá hjartanu. Ekki er víst að þögull meirihluti sé alltaf á sama máli og sá háværi. Ég sem hjólareiðamaður í flokki hófsamra myndi velja að hjóla austan megin á speglaðri Fossvogsbrúnni ef ég væri á hraðferð milli tveggja áfangastaða t.d. frá Nauthóli í Fossvogi að Sjálandi í Garðabæ. í mínu tilfelli er það þannig að mínir áfangastaðir eru ekki endilega ákveðnir í upphafi ferðar. Þeir „mæta bara á staðinn“. Þannig er með brúnna. Hún er hraðbraut fyrir minnihluta hjólreiðamanna en fallegur áfangastaður fyrir okkur hin. Tölfræðilega veit ég ekki hlutföllin milli hópanna tveggja enda breytast þau mjög eftir veðri, vindum og dagatali. Landsamband hjólreiðamanna hefur býsnast út í mig varðandi skoðunar minnar á roki og rigningu á brúnni. Þeir vilja að austurhluti brúarinnar skýli þeim fyrir Nær væri að gangandi fólk jafnvel með börn og barnavagna myndi njóta skjólsins á vesturhliðinni í ríkjandi austanáttinni. Nú er þekkt að í norðanátt á höfuðborgarsvæðinu eru meiri líkur á sólskini en t.d. suð austan átt. Það fylgir náttúrulega böggull skammrifi að oft er kul í norðanáttinni sem sól á andlit og kropp göngufólks vestanmegin á speglaðri brú vermir og gerir kraftaverk. Ég fullyrði (mín skoðun) að „minn hópur“ sé oft stærri, t.d. um helgar, á frídrögum, á sumrin ......... Þessi brú getur orðið djásn Reykjavíkur og Kópavogs og rómuð um heim allan fyrir frábært samspil manngerða hluta og náttúru. Brúin er listaverk og hvernig burðarvirkið brúarinnar nýtist í öldunni er frábært. Það allt nýtist þó brúin sé spegluð. Brúin gæti orðið næsta „Blue Lagoon“ íslands með„Sky Lagoon“ rétt við brúarsporðinn í Kópavogi Ég legg til að yfirvöld fresti að staðfesta nýtt deiliskipulag við fyrirhugaða Fossvogsbrú þar til full sátt fæst um um brúnna. Höfundur er byggingaverkfræðingur.
Fossvogsbrúin „fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði“ Vegagerðin og Landssamtök hjólreiðamanna segja núverandi hönnun Fossvogsbrúarinnar tryggja öryggi og skjól hjólreiðamanna. Það þurfi ekki að breyta hönnun brúarinnar eins og byggingarverkfræðingur vill gera svo gangandi geti notið sólarlags og útsýnis betur. 24. nóvember 2023 07:00
Telur galla í hönnun Fossvogsbrúarinnar Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða. 22. nóvember 2023 07:01
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun