Sveppi segir, þrjár mínútur eða svo.
„Já. Ég var búinn að panta það. Og sný mér við og sé manninn við bílinn. Ég labbaði út og sagði: Ég er bara að grípa mér kaffi! Já, þetta er gjaldskylt stæði, sagði hann.“
Pétur Jóhann segir, jújú, ég var nú bara að grípa mér kaffi og ætlaði svo að halda áfram för minni.
„Svo er ég farinn.“
En stöðumælavörðurinn setur miðann á bílinn, undir rúðuþurrkuna, alveg grjótharður. Pétur Jóhann spurði hvort hann gæti ekki bakfært þetta? Nei, það geri ég ekki, sagði stöðumælavörðurinn.
Pétur Jóhann reyndi að telja stöðumælaverðinum hughvarf.
„Já, getum við ekki verið hressir í dag? Komist að samkomulagi félagarnir,“ sagði Pétur Jóhann. En allt kom fyrir ekki.
Stöðumælavörðurinn benti Pétri Jóhanni á að hann gæti reynt að andmæla stöðumælasektinni, með því að skrá bílinn í stæðið og setja sig í samband við Bílastæðasjóð. Og þar stendur málið núna.
Svo virðist sem stöðumælaverðir séu óvenju harðir um þessar mundir, í það minnsta hellast yfir kvartanir af stöðumælasektum nú um stundir.