ESB styður við íslenska háskóla Lucie Samcová-Hall Allen skrifar 1. desember 2023 08:01 Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að flytja ræðu á upphafsviðburði Aurora 2030, sem er nýjasti kafli Aurora háskólasamstarfsins. Háskóli Íslands tekur þátt í Aurora samstarfinu ásamt átta erlendum háskólum og undir forystu Háskóla Íslands hlaut samstarfið, í sumar, tæplega tveggja milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu sem nær yfir fjögur ár. Það eru engir smápeningar og óska ég Aurora samstarfinu og Háskóla Íslands til hamingju með styrkinn. Árið 2018 hrinti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins af stað nýrri áætlun sem miðar að því að efla samstarf meðal háskóla í Evrópu á öllum starfssviðum með tilliti til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Þessi metnaðarfulla áætlun hlaut nafngiftina „Evrópska háskólaáætlunin“ (e. European Universities Initiative) og er fyrst og fremst fjármögnuð í gegnum Erasmus+, sem margir íslendingar þekkja vel. Þverfagleg og þverþjóðleg nálgun er nauðsynleg til að takast á við þær stóru áskoranir sem að standa komandi kynslóðum fyrir þrifum, svo sem loftslagsvá, ógn gegn lýðræði, og að nýta þau tækifæri sem leynast í stafrænni byltingu. Því hefur Evrópusambandið ákveðið að úthluta hvorki meira né minna en 168 milljörðum króna (1,1 miljarða €) til þessa evrópska háskólasamstarfs á fjárlagatímabilinu 2021-2027 í gegnum Erasmus+. Evrópsk “háskólabandalög” líkt og Aurora fela í sér mikinn ávinning m.a. með því að bæta alþjóðlega samkeppnishæfni háskólastofnana í Evrópu, sem og að efla evrópsk gildi og sjálfsmynd. Háskólabandalögin skapa einnig fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af námi sínu við aðra háskóla innan bandalagsins þar sem háskólar stuðla markvisst að gerð sameiginlegra námsleiða og námskeiða. Sömuleiðis geta akademískir starfsmenn háskóla eflt samstarf sín á milli og stundað rannsóknir og kennslu í háskólum innan bandalagsins. Í dag eru um 50 evrópsk háskólabandalög til innan áætlunarinnar sem samanstanda af meira en 430 háskólum. Af þeim eru þrír íslenskir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í NeurotechEU, ásamt átta öðrum háskólum, sem er samstarfsverkefni fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni. NeurotechEU bandalagið hlaut um 2,2 milljarða króna í styrk frá ESB, í sumar. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í UNIgreen (The Green European University) bandalaginu ásamt sjö öðrum háskólum og á síðasta ári hlaut samstarfið um 960 milljónir íslenskra króna í styrk frá ESB. Íslenskar háskólastofnanir hafa rétt til þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum sem þessum og njóta aðgengis að ógrynni styrkja þökk sé EES-samningsins. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um jákvætt og mikilvægt samstarf sem EES-samningurinn hefur leitt af sér. Á næsta ári fögnum við því að 30 ár eru liðin frá gildistöku EES-samningsins og ég vil bjóða þér að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum sem haldnir verða á næstu misserum í tilefni stórafmælis samningsins. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Háskólar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að flytja ræðu á upphafsviðburði Aurora 2030, sem er nýjasti kafli Aurora háskólasamstarfsins. Háskóli Íslands tekur þátt í Aurora samstarfinu ásamt átta erlendum háskólum og undir forystu Háskóla Íslands hlaut samstarfið, í sumar, tæplega tveggja milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu sem nær yfir fjögur ár. Það eru engir smápeningar og óska ég Aurora samstarfinu og Háskóla Íslands til hamingju með styrkinn. Árið 2018 hrinti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins af stað nýrri áætlun sem miðar að því að efla samstarf meðal háskóla í Evrópu á öllum starfssviðum með tilliti til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Þessi metnaðarfulla áætlun hlaut nafngiftina „Evrópska háskólaáætlunin“ (e. European Universities Initiative) og er fyrst og fremst fjármögnuð í gegnum Erasmus+, sem margir íslendingar þekkja vel. Þverfagleg og þverþjóðleg nálgun er nauðsynleg til að takast á við þær stóru áskoranir sem að standa komandi kynslóðum fyrir þrifum, svo sem loftslagsvá, ógn gegn lýðræði, og að nýta þau tækifæri sem leynast í stafrænni byltingu. Því hefur Evrópusambandið ákveðið að úthluta hvorki meira né minna en 168 milljörðum króna (1,1 miljarða €) til þessa evrópska háskólasamstarfs á fjárlagatímabilinu 2021-2027 í gegnum Erasmus+. Evrópsk “háskólabandalög” líkt og Aurora fela í sér mikinn ávinning m.a. með því að bæta alþjóðlega samkeppnishæfni háskólastofnana í Evrópu, sem og að efla evrópsk gildi og sjálfsmynd. Háskólabandalögin skapa einnig fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af námi sínu við aðra háskóla innan bandalagsins þar sem háskólar stuðla markvisst að gerð sameiginlegra námsleiða og námskeiða. Sömuleiðis geta akademískir starfsmenn háskóla eflt samstarf sín á milli og stundað rannsóknir og kennslu í háskólum innan bandalagsins. Í dag eru um 50 evrópsk háskólabandalög til innan áætlunarinnar sem samanstanda af meira en 430 háskólum. Af þeim eru þrír íslenskir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í NeurotechEU, ásamt átta öðrum háskólum, sem er samstarfsverkefni fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni. NeurotechEU bandalagið hlaut um 2,2 milljarða króna í styrk frá ESB, í sumar. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í UNIgreen (The Green European University) bandalaginu ásamt sjö öðrum háskólum og á síðasta ári hlaut samstarfið um 960 milljónir íslenskra króna í styrk frá ESB. Íslenskar háskólastofnanir hafa rétt til þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum sem þessum og njóta aðgengis að ógrynni styrkja þökk sé EES-samningsins. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um jákvætt og mikilvægt samstarf sem EES-samningurinn hefur leitt af sér. Á næsta ári fögnum við því að 30 ár eru liðin frá gildistöku EES-samningsins og ég vil bjóða þér að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum sem haldnir verða á næstu misserum í tilefni stórafmælis samningsins. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun