Fullveldið og undirgefnin Jakob Frímann Magnússon skrifar 1. desember 2023 11:00 Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun