Inter í engum vandræðum með meistarana Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. desember 2023 22:00 Samspil Martinez og Barella bar árangur í kvöld Jonathan Moscrop/Getty Images Ríkjandi Ítalíumeistarar Napoli tóku á móti núverandi toppliði deildarinnar, Inter Milan, í stórleik helgarinnar úr ítalska boltanum. Gestirnir gerðu sér góða ferð og unnu leikinn örugglega að endingu 0-3. Inter kemur sér með þessum sigri aftur upp í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar en Juventus sat þar tímabundið eftir dramatískan sigur á Monza síðastliðinn föstudag þar sem jöfnunarmark og svo sigurmark komu í uppbótartíma. Nicoló Barella var án efa maður leiksins í kvöld, hann lagði fyrra markið upp rétt fyrir hálfleikslok og skoraði svo sjálfur á 61. mínútu með góðu skoti af stuttu færi eftir undirbúning Lautaro Martinez. Þrátt fyrir að halda vel í boltann og skapa sér álitlegar stöður átti Napoli fáar almennilegar atlögur að marki gestanna. Gestirnir vörðu forystu sína vel og Marcus Thuram rak smiðshöggið á 85. mínútu með marki eftir stoðsendingu Juan Cuadrado. Ítalski boltinn
Ríkjandi Ítalíumeistarar Napoli tóku á móti núverandi toppliði deildarinnar, Inter Milan, í stórleik helgarinnar úr ítalska boltanum. Gestirnir gerðu sér góða ferð og unnu leikinn örugglega að endingu 0-3. Inter kemur sér með þessum sigri aftur upp í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar en Juventus sat þar tímabundið eftir dramatískan sigur á Monza síðastliðinn föstudag þar sem jöfnunarmark og svo sigurmark komu í uppbótartíma. Nicoló Barella var án efa maður leiksins í kvöld, hann lagði fyrra markið upp rétt fyrir hálfleikslok og skoraði svo sjálfur á 61. mínútu með góðu skoti af stuttu færi eftir undirbúning Lautaro Martinez. Þrátt fyrir að halda vel í boltann og skapa sér álitlegar stöður átti Napoli fáar almennilegar atlögur að marki gestanna. Gestirnir vörðu forystu sína vel og Marcus Thuram rak smiðshöggið á 85. mínútu með marki eftir stoðsendingu Juan Cuadrado.