Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 15:31 Stúlkan tók árásina upp á myndband sem var eitt af aðalsönnunargögnunum í málinu. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Þorgils Þorgilsson, verjandi eins mannsins, staðfestir að málinu hafi verið áfrýjað til Landsréttar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá áfrýjuninni. Nítján ára karlmaður, hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hennar máli ekki verið áfrýjað að svo stöddu. Hún tók árásina upp á myndband, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fimm þúsund krónur ástæðan Í dómi héraðsdóms kom fram að drengirnir hefðu setið ásamt hinum látna á Íslenska rokkbarnum kvöldið sem manndrápið átti sér stað. Þar hafi þeir neytt kókaíns um stund, sem sakborningarnir virtust hafa skaffað. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Seinna hafi verið samið um að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. Sakborningarnir hafi labbað út af Íslenska rokkbarnum ásamt manninum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út. Þrátt fyrir það hafi piltarnir ráðist gegn manninum á bílastæði fyrir utan staðinn og stúlkan tekið það upp. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram fyrir dómi. Dómarinn í héraði var ómyrkur í máli og lýsti árásinni sem „leik kattarins að músinni“. Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Þorgils Þorgilsson, verjandi eins mannsins, staðfestir að málinu hafi verið áfrýjað til Landsréttar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá áfrýjuninni. Nítján ára karlmaður, hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hennar máli ekki verið áfrýjað að svo stöddu. Hún tók árásina upp á myndband, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fimm þúsund krónur ástæðan Í dómi héraðsdóms kom fram að drengirnir hefðu setið ásamt hinum látna á Íslenska rokkbarnum kvöldið sem manndrápið átti sér stað. Þar hafi þeir neytt kókaíns um stund, sem sakborningarnir virtust hafa skaffað. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Seinna hafi verið samið um að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. Sakborningarnir hafi labbað út af Íslenska rokkbarnum ásamt manninum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út. Þrátt fyrir það hafi piltarnir ráðist gegn manninum á bílastæði fyrir utan staðinn og stúlkan tekið það upp. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram fyrir dómi. Dómarinn í héraði var ómyrkur í máli og lýsti árásinni sem „leik kattarins að músinni“.
Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira