Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 15:31 Stúlkan tók árásina upp á myndband sem var eitt af aðalsönnunargögnunum í málinu. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Þorgils Þorgilsson, verjandi eins mannsins, staðfestir að málinu hafi verið áfrýjað til Landsréttar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá áfrýjuninni. Nítján ára karlmaður, hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hennar máli ekki verið áfrýjað að svo stöddu. Hún tók árásina upp á myndband, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fimm þúsund krónur ástæðan Í dómi héraðsdóms kom fram að drengirnir hefðu setið ásamt hinum látna á Íslenska rokkbarnum kvöldið sem manndrápið átti sér stað. Þar hafi þeir neytt kókaíns um stund, sem sakborningarnir virtust hafa skaffað. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Seinna hafi verið samið um að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. Sakborningarnir hafi labbað út af Íslenska rokkbarnum ásamt manninum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út. Þrátt fyrir það hafi piltarnir ráðist gegn manninum á bílastæði fyrir utan staðinn og stúlkan tekið það upp. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram fyrir dómi. Dómarinn í héraði var ómyrkur í máli og lýsti árásinni sem „leik kattarins að músinni“. Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þorgils Þorgilsson, verjandi eins mannsins, staðfestir að málinu hafi verið áfrýjað til Landsréttar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá áfrýjuninni. Nítján ára karlmaður, hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hennar máli ekki verið áfrýjað að svo stöddu. Hún tók árásina upp á myndband, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fimm þúsund krónur ástæðan Í dómi héraðsdóms kom fram að drengirnir hefðu setið ásamt hinum látna á Íslenska rokkbarnum kvöldið sem manndrápið átti sér stað. Þar hafi þeir neytt kókaíns um stund, sem sakborningarnir virtust hafa skaffað. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Seinna hafi verið samið um að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. Sakborningarnir hafi labbað út af Íslenska rokkbarnum ásamt manninum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út. Þrátt fyrir það hafi piltarnir ráðist gegn manninum á bílastæði fyrir utan staðinn og stúlkan tekið það upp. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram fyrir dómi. Dómarinn í héraði var ómyrkur í máli og lýsti árásinni sem „leik kattarins að músinni“.
Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira