Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Við förum yfir atburðarás dagsins í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Edda var framseld til Noregs síðdegis eftir að Landsréttur staðfesti ákvörðun héraðsdóms um framsal. Við ræðum við lögmann Eddu og systur hennar í fréttatímanum klukkan 18:30.

Við tökum einnig stöðuna á stríðinu á Gasa sem hófst á ný í morgun eftir að sjö daga vopnahlé rann út í sandinn. Þá fylgdumst við með því þegar Reykjalundur var rýmdur vegna myglu í dag. Starfsfólk og sjúklingar hafa þurft frá að hverfa til skemmri og lengri tíma vegna veikinda af völdum myglunnar.

Þá förum við á Sauðárkrók og fylgjumst með því þegar mjólk er breytt í áfengi í verksmiðju þar í bæ - og hlýðum á Íslandsmet í samsöng sem líklegast var slegið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×