Miskunnsamur samverji „tekinn af lífi“ af hermönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 18:46 Fjölskylda mannsins sem réði örlögum tveggja manna sem hófu skothríð á biðskýli í Jerúsalem segir hann hafa verið tekinn af lífi af ísraelskum hermönnum. Óbreyttur borgari sem réði niðurlögum tveggja hryðjuverkamanna eftir að þeir hófu skothríð á biðskýli í Jerúsalemborg var drepinn af ísraelskum hermönnum sem héldu hann sjálfan vera hryðjuverkamann. Fjölskylda Yuval Doron Castleman segir hann hafa verið „tekinn af lífi.“ Hann var fluttur á sjúkrahús í Jerúsalem og lést þar stuttu fyrir miðnætti. „Yuval varð var við hryðjuverkaárás við veginn þar sem hann keyrði í vinnuna og stöðvaði bílinn til að stöðva hryðjuverkamennina,“ sagði fjölskylda mannsins í viðtali við Channel 13. Í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan má sjá árásina á biðskýlið. Vakin er athygli á því að myndefnið kunni að valda óhug. Surveillance camera footage shows the shooting attack at the entrance to Jerusalem this morning. Two people were killed, and at least seven others were hurt. Two off-duty soldiers and an armed civilian shot the terrorists dead. pic.twitter.com/CwucVb5IV7— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 30, 2023 „Hann sinnti áður herskyldu og var alltaf hetja, sá fyrsti til að stíga inn í og bjarga lífum. Það gerði hann einnig þarna,“ bættu þau við. „Enginn opinber aðili hefur haft samband við okkur. Við viljum vita nákvæmlega hvað gerðist. Í myndbandinu sést að hann hjólar í hryðjuverkamennina og tekur þá út. Svo skjóta þeir hann skyndilega,“ segir Moshe, faðir Yuvals. Í myndbandi af vettvangi sést Castleman kasta frá sér skotvopninu, leggjast á hnén, láta hendur upp í loft og æpa: „Ekki skjóta.“ Einn hermannanna á vettvangi skaut hann til bana stuttu seinna. Myndbandið kann að valda óhug. (!?) . @itamarbengvir ( ) : . pic.twitter.com/iWgrXKHrWw— Noni (@BiggNoni) November 30, 2023 „Þeir lásu ekki rétt í aðstæður. Ég get ekki verið dómari í þessu, hvað myndi ég hafa gert undir þessum kringumstæðum? En ég vil að þeir rannsaki þetta mál ítarlega og dragi ályktanir af því,“ segir Moshe líka. Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að skjóta fólk grunað um hryðjuverk til bana, hvort sem hætta stafi af þeim eður ei. Þingmaður í Knesset, löggjafarþingi Ísraels, birti mynd af einum hermanninum á samfélagsmiðla og kallaði hann hetju. Hann tók færsluna niður stuttu seinna þegar ljóst var að sá sem hann hefði skotið væri Ísraeli. Þingmaðurinn er öfgamaður og hefur verið bendlaður við árásir á palestínska borgara. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Fjölskylda Yuval Doron Castleman segir hann hafa verið „tekinn af lífi.“ Hann var fluttur á sjúkrahús í Jerúsalem og lést þar stuttu fyrir miðnætti. „Yuval varð var við hryðjuverkaárás við veginn þar sem hann keyrði í vinnuna og stöðvaði bílinn til að stöðva hryðjuverkamennina,“ sagði fjölskylda mannsins í viðtali við Channel 13. Í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan má sjá árásina á biðskýlið. Vakin er athygli á því að myndefnið kunni að valda óhug. Surveillance camera footage shows the shooting attack at the entrance to Jerusalem this morning. Two people were killed, and at least seven others were hurt. Two off-duty soldiers and an armed civilian shot the terrorists dead. pic.twitter.com/CwucVb5IV7— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 30, 2023 „Hann sinnti áður herskyldu og var alltaf hetja, sá fyrsti til að stíga inn í og bjarga lífum. Það gerði hann einnig þarna,“ bættu þau við. „Enginn opinber aðili hefur haft samband við okkur. Við viljum vita nákvæmlega hvað gerðist. Í myndbandinu sést að hann hjólar í hryðjuverkamennina og tekur þá út. Svo skjóta þeir hann skyndilega,“ segir Moshe, faðir Yuvals. Í myndbandi af vettvangi sést Castleman kasta frá sér skotvopninu, leggjast á hnén, láta hendur upp í loft og æpa: „Ekki skjóta.“ Einn hermannanna á vettvangi skaut hann til bana stuttu seinna. Myndbandið kann að valda óhug. (!?) . @itamarbengvir ( ) : . pic.twitter.com/iWgrXKHrWw— Noni (@BiggNoni) November 30, 2023 „Þeir lásu ekki rétt í aðstæður. Ég get ekki verið dómari í þessu, hvað myndi ég hafa gert undir þessum kringumstæðum? En ég vil að þeir rannsaki þetta mál ítarlega og dragi ályktanir af því,“ segir Moshe líka. Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að skjóta fólk grunað um hryðjuverk til bana, hvort sem hætta stafi af þeim eður ei. Þingmaður í Knesset, löggjafarþingi Ísraels, birti mynd af einum hermanninum á samfélagsmiðla og kallaði hann hetju. Hann tók færsluna niður stuttu seinna þegar ljóst var að sá sem hann hefði skotið væri Ísraeli. Þingmaðurinn er öfgamaður og hefur verið bendlaður við árásir á palestínska borgara.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira