Meirihluti íbúa Katalóníu vill ekki sjálfstæði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. desember 2023 18:01 Frá Barselóna, höfuðborg Katalóníu. Alexander Spatari/Getty Áhugi Katalóníubúa á að lýsa yfir sjálfstæði og stofna sjálfstætt ríki fer þverrandi með degi hverjum. Mikill meirihluti ungs fólks vill að Katalónía verði áfram hluti af Spáni. Jóhann Hlíðar Harðarson Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira