Sport

Stjörnupílan: Ná Eva Ruza og Hörður að verja titilinn?

Dagur Lárusson skrifar
Hér má sjá liðin átta sem etja kappi í kvöld.
Hér má sjá liðin átta sem etja kappi í kvöld. vísir

Stjörnupíla Stöðvar 2 Sports verður haldin í annað sinn í kvöld, laugardaginn 2. desember.

Á mótinu keppa átta lið sem eru skipuð einum fagmanni, eða vönum keppanda, og einum þjóðþekktum Íslendingi. Keppt er í venjulegum 501 leik.

Eva Ruza og Hörður á úrslitakvöldinu í fyrra.Stöð 2 Sport

Þjóðþekktu einstaklingarnir að þessu sinni eru til dæmis Gústi B, Rikki G, Kristófer Acox og að sjálfsögðu Eva Ruza sem fór með sigur af hólmi í fyrra með Herði Guðjónssyni en það er spurning hvort að þau nái að verja titilinn. Aðrir keppendur eru síðan Hjálmar Örn Jóhannsson leikari, Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks í fótbolta, Ægir Þór Steinarsson leikmaður Stjörnunnar í körfubolta og Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur í körfubolta.

Stjörnupílan verður í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 19:30 en hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitin réðust í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×