Þrjátíu stig í röð og þreföld tvenna dugðu ekki til Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 10:16 Oklahoma City Thunder hafði betur gegn Dallas Mavericks í ótrúlegum leik í nótt. Richard Rodriguez/Getty Images Luka Doncic og félagar hans í Dallas Mavericks þurftu að sætta sig við sex stiga tap er liðið tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 120-126, þrátt fyrir að heimamenn hafi á einum tímapunkti skorað þrjátíu stig í röð. Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira