Sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 21:01 Embla Bachmann ásamt bókinni sem tilnefnd er til verðlaunanna. Vísir/Ívar Fannar Sautján ára stúlka sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna segist aldrei hafa átt von á viðlíka viðtökum við fyrstu bók sinni. Hún er sú yngsta í sögunni sem hlýtur tilnefningu til þessara virtu verðlauna. Fyrr á árinu gaf Embla Bachmann út bókina Stelpur stranglega bannaðar. Þetta er fyrsta bók Emblu en hún er fædd árið 2006 og er því sautján ára gömul. Sú yngsta í sögunni Embla er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina í flokki barna- og ungmennabókmennta. Þar með er hún yngsti rithöfundurinn til þess að fá tilnefningu til verðlaunanna frá upphafi. Embla segist aldrei hafa átt von á því að hljóta tilnefninguna. „Ég alveg hoppaði af kæti. Þetta kom mér mjög á óvart, bara rosalega þakklát og algjör heiður. Ég var aðallega að gera þetta upp á gamanið. Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa og þetta er algjör plús, einhver svona viðurkenning,“ segir Embla. Þurfti foreldri með fyrir útgáfusamning Embla var aðeins ellefu ára gömul þegar hún ákvað að hún vildi verða rithöfundur. Hún byrjaði svo að skrifa þessa bók fyrir tveimur árum, þegar hún var fimmtán ára. Hún sagði þó foreldrum sínum ekki frá því strax. „Þau vissu það reyndar ekki fyrr en ég var komin með útgáfusamning. Þannig var mál með vexti að ég var bara sextán ára þannig ég þurfti að taka mömmu með því ég var undir lögaldri. Þannig mamma fékk bara að vita af þessu því hún þurfti að koma með að skrifa undir útgáfusamninginn,“ segir Embla. Annars hefðu þau aldrei fengið að vita af þessu fyrr en bókin væri komin út? „Já, og ég hefði verið alveg til í að rétta þeim bara eintak. En því miður gekk það ekki alveg upp,“ segir Embla að lokum og hlær. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrr á árinu gaf Embla Bachmann út bókina Stelpur stranglega bannaðar. Þetta er fyrsta bók Emblu en hún er fædd árið 2006 og er því sautján ára gömul. Sú yngsta í sögunni Embla er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina í flokki barna- og ungmennabókmennta. Þar með er hún yngsti rithöfundurinn til þess að fá tilnefningu til verðlaunanna frá upphafi. Embla segist aldrei hafa átt von á því að hljóta tilnefninguna. „Ég alveg hoppaði af kæti. Þetta kom mér mjög á óvart, bara rosalega þakklát og algjör heiður. Ég var aðallega að gera þetta upp á gamanið. Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa og þetta er algjör plús, einhver svona viðurkenning,“ segir Embla. Þurfti foreldri með fyrir útgáfusamning Embla var aðeins ellefu ára gömul þegar hún ákvað að hún vildi verða rithöfundur. Hún byrjaði svo að skrifa þessa bók fyrir tveimur árum, þegar hún var fimmtán ára. Hún sagði þó foreldrum sínum ekki frá því strax. „Þau vissu það reyndar ekki fyrr en ég var komin með útgáfusamning. Þannig var mál með vexti að ég var bara sextán ára þannig ég þurfti að taka mömmu með því ég var undir lögaldri. Þannig mamma fékk bara að vita af þessu því hún þurfti að koma með að skrifa undir útgáfusamninginn,“ segir Embla. Annars hefðu þau aldrei fengið að vita af þessu fyrr en bókin væri komin út? „Já, og ég hefði verið alveg til í að rétta þeim bara eintak. En því miður gekk það ekki alveg upp,“ segir Embla að lokum og hlær.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira