Minni afköst á vinnustöðum í desember Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. desember 2023 07:00 Í aðdraganda jóla er oft margt í gangi á vinnustöðum sem mögulega hefur áhrif á það hvernig afköst eru að mælast heilt yfir mánuðinn. Desember mælist þannig afkastaminni hjá flestum vinnustöðum í Evrópu og því er vinnustöðum jafnvel bent á að setja sér frekar fljótunnin verkefni sem markmið til að klára, frekar en umfangsmeiri eða flóknari verkefni. Vísir/Getty Rannsóknir sýna að það hægir á hjá flestum vinnustöðum í desember. Væntanlega að undanskildum verslunum eða þjónustufyrirtækjum þar sem viðskiptavinum fjölgar í aðdraganda jóla. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á þetta. Í einni þeirra, sem gerð var víðs vegar í Evrópu árið 2021, voru 25 milljónir verkefna vinnustaða skoðuð. Það sem kom í ljós var að afköstin voru hvað minnst í desembermánuði. Október var hins vegar afkastabesti mánuðurinn. Afköst í desember eru þó ekkert endilega lítil allan mánuðinn. Heldur er það einna helst síðasta vikan fyrir jól sem dregur verulega úr. Í breskri rannsókn frá árinu 2017, er þó talað um að hægagangurinn á vinnustöðum hefjist um miðjan desember. Því samkvæmt þeirri rannsókn sögðust 60% starfsfólks á vinnumarkaði vera með hugan við jólin um og uppúr miðjum desember. Þá er enn ein rannsóknin sem sýnir samanburð á milli mánaða með mældum árangri á markmiðum sem vinnustaðurinn ætlaði sér að ná yfir mánuðinn. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að vinnustaðir ná að klára um 25% markmiða sinna í desember, í samanburði við 35% markmiða sinna fyrir verkefni sett á haustmánuði. Ein lausn sem bent er á til að vinna með þessa staðreynd, er að vinnustaðir setji sér frekar markmið um að klára auðleysanleg eða frekar fljótunnin verkefni í desember, frekar en að ætla sér að ná stærri eða umfangsmeiri verkefnum í gegn. Þá er áhugavert að sjá að sambærilegar rannsóknir sýna Nóvember sem afkastaminni mánuð í Bandaríkjunum. Má ætla að það sé vegna þess að í Bandaríkjunum er Þakkargjörðarhátíðin í Nóvember að öllu jöfnu stærri hátíð hjá flestum en jólin. En eins og með allt þá eru undantekningar á reglunni og við minnum því á góðu ráðin fyrir vinnualkana að lesa fyrir jólin. Vinnumarkaður Mannauðsmál Góðu ráðin Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir Að peppa upp dauðþreytt starfsfólk í desember Á mörgum stöðum er desember stærsti sölumánuðurinn. Mesti álagstími ársins fyrir starfsfólk. Sem þó, til viðbótar við að vinna mikið, er líka að undirbúa sín jól. Með tilheyrandi stússi. 9. desember 2022 07:00 Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… 10. desember 2021 07:01 Að kúpla sig frá vinnu og streitu um jólin Þegar líður að jólum finnum við hvernig tilhlökkunin eykst eins og lítið fiðrildi í maganum. Vissulega þarf að gera klára margt fyrir jólin, bæði í vinnu og jólastússi. En síðan taka frídagarnir við og þá er um að gera að njóta. 21. desember 2020 07:01 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Sjá meira
Fjölmargar rannsóknir sýna fram á þetta. Í einni þeirra, sem gerð var víðs vegar í Evrópu árið 2021, voru 25 milljónir verkefna vinnustaða skoðuð. Það sem kom í ljós var að afköstin voru hvað minnst í desembermánuði. Október var hins vegar afkastabesti mánuðurinn. Afköst í desember eru þó ekkert endilega lítil allan mánuðinn. Heldur er það einna helst síðasta vikan fyrir jól sem dregur verulega úr. Í breskri rannsókn frá árinu 2017, er þó talað um að hægagangurinn á vinnustöðum hefjist um miðjan desember. Því samkvæmt þeirri rannsókn sögðust 60% starfsfólks á vinnumarkaði vera með hugan við jólin um og uppúr miðjum desember. Þá er enn ein rannsóknin sem sýnir samanburð á milli mánaða með mældum árangri á markmiðum sem vinnustaðurinn ætlaði sér að ná yfir mánuðinn. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að vinnustaðir ná að klára um 25% markmiða sinna í desember, í samanburði við 35% markmiða sinna fyrir verkefni sett á haustmánuði. Ein lausn sem bent er á til að vinna með þessa staðreynd, er að vinnustaðir setji sér frekar markmið um að klára auðleysanleg eða frekar fljótunnin verkefni í desember, frekar en að ætla sér að ná stærri eða umfangsmeiri verkefnum í gegn. Þá er áhugavert að sjá að sambærilegar rannsóknir sýna Nóvember sem afkastaminni mánuð í Bandaríkjunum. Má ætla að það sé vegna þess að í Bandaríkjunum er Þakkargjörðarhátíðin í Nóvember að öllu jöfnu stærri hátíð hjá flestum en jólin. En eins og með allt þá eru undantekningar á reglunni og við minnum því á góðu ráðin fyrir vinnualkana að lesa fyrir jólin.
Vinnumarkaður Mannauðsmál Góðu ráðin Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir Að peppa upp dauðþreytt starfsfólk í desember Á mörgum stöðum er desember stærsti sölumánuðurinn. Mesti álagstími ársins fyrir starfsfólk. Sem þó, til viðbótar við að vinna mikið, er líka að undirbúa sín jól. Með tilheyrandi stússi. 9. desember 2022 07:00 Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… 10. desember 2021 07:01 Að kúpla sig frá vinnu og streitu um jólin Þegar líður að jólum finnum við hvernig tilhlökkunin eykst eins og lítið fiðrildi í maganum. Vissulega þarf að gera klára margt fyrir jólin, bæði í vinnu og jólastússi. En síðan taka frídagarnir við og þá er um að gera að njóta. 21. desember 2020 07:01 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Sjá meira
Að peppa upp dauðþreytt starfsfólk í desember Á mörgum stöðum er desember stærsti sölumánuðurinn. Mesti álagstími ársins fyrir starfsfólk. Sem þó, til viðbótar við að vinna mikið, er líka að undirbúa sín jól. Með tilheyrandi stússi. 9. desember 2022 07:00
Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01
Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… 10. desember 2021 07:01
Að kúpla sig frá vinnu og streitu um jólin Þegar líður að jólum finnum við hvernig tilhlökkunin eykst eins og lítið fiðrildi í maganum. Vissulega þarf að gera klára margt fyrir jólin, bæði í vinnu og jólastússi. En síðan taka frídagarnir við og þá er um að gera að njóta. 21. desember 2020 07:01