Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 23:26 Til stendur að vísa tólf ára dreng frá Palestínu úr landi án fjölskyldu sinnar. Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra. Þetta kemur fram í færslu sem Magnús Már Einarsson birti á Facebook fyrr í kvöld en drengurinn sem heitir Sameer hefur verið í fóstri hjá honum og konu hans Önnu Guðrúnu Ingadóttur síðan í júní á þessu ári. Fjölskyldan enn á Gasasvæðinu „Þar verða þeir tveir, foreldralausir, á götunni við ömurlegar aðstæður. Á Íslandi stunda þeir skóla, æfa fótbolta með Aftureldingu og líkar frábærlega enda þurfa þeir ekki að óttast sprengingar á hverjum einasta klukkutíma,“ skrifar Magnús í færsluna. Hann segir jafnframt að foreldrar Sameers og systkini búi enn þá á Gasasvæðinu og að Sameer bíði kvíðinn á hverjum degi eftir fréttum af afdrifum fjölskyldunnar. Heimili fjölskyldunnar hans sé þegar rústir einar og fjölskyldan sé nú á vergangi í rústum heimaborgarinnar. „Ótrúlega ómanneskjulegt“ „Það að ætla að senda þá í burtu frá Íslandi þegar þjóðarmorð eru í gangi í heimalandinu er ótrúlega ómanneskjulegt og eitthvað sem hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir,“ segir Magnús. Hann hvetur Alþingi til að veita þeim fáu Palestínumönnum sem staddir eru á Íslandi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum. Sameer og frænda hans Yazan bíði vanræksla á götum Aþenuborgar ef ekkert verði gert í málinu. Magnús spyr hvers vegna ekki sé hægt að veita þeim örfáu Palestínumönnum sem eru búsettir á Íslandi vernd. Fordæmi séu fyrir slíku fyrir fólk frá Afganistan og Úkraínu. „Boltinn er hjá ykkur alþingismenn. Verið hugrakkir!“ segir hann að lokum. Palestína Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Magnús Már Einarsson birti á Facebook fyrr í kvöld en drengurinn sem heitir Sameer hefur verið í fóstri hjá honum og konu hans Önnu Guðrúnu Ingadóttur síðan í júní á þessu ári. Fjölskyldan enn á Gasasvæðinu „Þar verða þeir tveir, foreldralausir, á götunni við ömurlegar aðstæður. Á Íslandi stunda þeir skóla, æfa fótbolta með Aftureldingu og líkar frábærlega enda þurfa þeir ekki að óttast sprengingar á hverjum einasta klukkutíma,“ skrifar Magnús í færsluna. Hann segir jafnframt að foreldrar Sameers og systkini búi enn þá á Gasasvæðinu og að Sameer bíði kvíðinn á hverjum degi eftir fréttum af afdrifum fjölskyldunnar. Heimili fjölskyldunnar hans sé þegar rústir einar og fjölskyldan sé nú á vergangi í rústum heimaborgarinnar. „Ótrúlega ómanneskjulegt“ „Það að ætla að senda þá í burtu frá Íslandi þegar þjóðarmorð eru í gangi í heimalandinu er ótrúlega ómanneskjulegt og eitthvað sem hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir,“ segir Magnús. Hann hvetur Alþingi til að veita þeim fáu Palestínumönnum sem staddir eru á Íslandi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum. Sameer og frænda hans Yazan bíði vanræksla á götum Aþenuborgar ef ekkert verði gert í málinu. Magnús spyr hvers vegna ekki sé hægt að veita þeim örfáu Palestínumönnum sem eru búsettir á Íslandi vernd. Fordæmi séu fyrir slíku fyrir fólk frá Afganistan og Úkraínu. „Boltinn er hjá ykkur alþingismenn. Verið hugrakkir!“ segir hann að lokum.
Palestína Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira