„Óli stóð upp úr“ en sagðist ekki of góður: „Það er kjaftæði“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 09:30 Ólafur Ólafsson og Haraldur Birgisson sigurreifir með verðlaunagripinn sinn. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei unnið í úrvalsdeildinni,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson laufléttur í bragði eftir að hafa reynst sannkallaður senuþjófur í Stjörnupílunni á Bullseye um helgina. Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“ Pílukast Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“
Pílukast Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti