Meðferð umsókna frá Palestínu ekki breyst frá upphafi október Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2023 10:47 Útlendingastofnun hefur afgreitt frá upphafi árs tæplega 250 umsóknir frá Palestínumönnum. Vísir/Friðrik Þór Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent