Þau gagnrýna upplýsingaskort stjórnvalda og vona að Palestínumönnum verði veitt sérstök vernd.
Einnig tökum við stöðuna á jarðhræringunum í Grindavík og ræðum við bakara bæjarins sem opnaði í morgun í fyrsta sinn síðan bærinn var rýmdur.
Að auki fjöllum við um útburðarmál sem Orkuveita Reykjavíkur hefur höfðað á hendur hóps sem býr á Elliðavatnsblettum í Heiðmörk. Lögmaður hluta hópsins segir ástæður Orkuveitunnar fyrir aðgerðunum óskiljanlegar.
Í íþróttapakka dagsins fjöllum við um kvennalandsliðið í handbolta sem bætir Angóla í hreinum úrslitaleik um framhaldið á mótinu síðar í dag.