Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2023 12:14 Starfsfólk Ríkisendurskoðunar heimsótti öll fangelsin við gerð úttektarinnar. Vísir/Vilhelm Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. Í skýrslunni segir að takmarkað framboð á afplánunarrýmum hafi valdið því að erfiðlega hafi gengið að stytta boðunarlista samhliða almennri fjölgun og þyngingu fangelsisdóma. Þá segir að sterkar vísbendingar séu um að sú þróun muni halda áfram. Nokkuð sé um að dómar fyrnist af þessum sökum. Í fyrra fyrndust sem dæmi 26 dómar, flestir vegna umferðarlagabrota. Á tímabilinu 2012 til 2022 fyrndust alls 275 dómar. Helmingur var vegna umferðarlagabrota. Af þessum 275 voru 31 dómar vegna ofbeldisbrota og fjórir vegna kynferðisbrota. Þá er víða í skýrslunni rætt um byggingar á Litla-Hrauni. Ástand þeirra er sagt mjög slæmt og að það megi ætla að ástand margra húsa ógni heilsu starfsfólks og fanga. „Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um byggingu nýs fangelsis á staðnum telur Ríkisendurskoðun brýnt að viðhaldi eldri bygginga verði sinnt meðan á framkvæmdum stendur enda er ekki áætlað að þeim ljúki fyrr en í fyrsta lagi í árslok 2028,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um úttektina. Þá segir að úttektin hafi leitt í ljós að mörgum þáttum er lúta að heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og annarri virkni sé ábótavant. Brýnt sé að fangelsismálayfirvöld vinni sameiginlega með heilbrigðs-, mennta- og félagsmálayfirvöldum að heildarstefnu á sviði fullnustumála til að efla endurhæfingu fanga með það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi. Þá er í skýrslunni sérstaklega talað um stöðu kvenfanga og að ekki hafi verið nægilega vel horft til þeirra við uppbyggingu og skipulag íslensks fangelsiskerfis. Ekki sé til staðar sérstakt afplánunarúrræði fyrir konur og bent á að þær hafi sem dæmi takmarkaðan aðgang að meðferðarúrræðum á meðan afplánun stendur. Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um úttektina segir að nokkrir hlutir hafi áhrif á það að markmiðum fullnustulaga um endurhæfingu fanga hafi ekki verið náð nema að óverulegu leyti. Þar skipti máli að engin heildarstefna sé á sviði fullnustumála hafi verið mótuð, húsnæði sé ófullnægjandi og mikil undirmönnun. Eigi að auka menntun og bæta vinnustaðamenningu Þá segir að Fangelsismálastofnun þurfi að huga að vinnustaðamenningu og festa í sessi lögboðna menntun fangavarða. Í skýrslunni eru settar fram níu ábendingar. Fjórum ábendingum er beint til dómsmálaráðuneytis og snúa þær að mótun heildarstefnu, bættri stöðu kvenna í fangelsum landsins og flutningi á rekstri og umsjón fangelsisbygginga frá Fangelsismálastofnun til Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna. Loks að áhersla verði lögð á nauðsynlegar endurbætur á Litla-Hrauni og byggingu nýs fangelsis. Í þremur ábendingum til Fangelsismálastofnunar er stofnunin hvött til að festa betur í sessi nám og endurmenntun fangavarða, efla greiningu öryggisatvika og vinna að bættri vinnustaðamenningu. Þá er því beint til heilbrigðisráðuneytis að tryggja að fangar fái þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa og eiga óumdeildan rétt á. Loks er brýnt fyrir mennta- og barnamálaráðuneyti að tryggja að vinnu starfshóps um menntun fanga og fangavarða ljúki sem fyrst. Sú vinna hefur dregist langt fram úr hófi án haldbærra skýringa þar á. Taka undir ábendingar Í skýrslunni er að finna viðbrögð frá þeim aðilum er ábendingar varða. Dómsmálaráðherra bendir sem dæmi á í sínum viðbrögðum að ráðuneytið hafi falið Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum að vinna að uppbyggingu á Litla-Hrauni og viðhaldi. Þá segir í svari ráðuneytis að þau séu sammála því að húseignir Fangelsismálastofnunar eig að vera undir handleiðslu Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna og að ráðuneytið vinni nú að heildstæðri stefnu. Þá segir að í heildarendurskoðun verði staða kvenfanga sérstaklega skoðuð. Í svörum Fangelsismálastofnunar kemur, til dæmis, fram að Fangavarðaskólinn hefjist í upphafi næsta árs. Þá segir að nánast allar aðgerðir séu háðar auknu fjármagni og að stofnunin sé til með plan um innleiðingu þegar aukið fjármagn fæst í verkefnin. Ríkisendurskoðun ákvað í upphafi árs að hefja að eigin frumkvæði stjórnsýsluúttekt á Fangelsismálastofnun. Meginástæður voru þær að við gerð skýrslunnar Innheimta dómsekta, sem kom út í janúar, komu fram vísbendingar um að Fangelsismálastofnun væri illa í stakk búin til að rækja hlutverk sitt samkvæmt lögum um fullnustu refsinga. Það hafi einkum átt við getu stofnunarinnar til að boða dómþola til afplánunar, en Fangelsismálastofnun hefur ekki getað rekið fangelsi landsins á fullum afköstum. Skýrsluna er hægt að kynna sér hér. Stjórnsýsla Fangelsismál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 8. maí 2023 22:31 Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í skýrslunni segir að takmarkað framboð á afplánunarrýmum hafi valdið því að erfiðlega hafi gengið að stytta boðunarlista samhliða almennri fjölgun og þyngingu fangelsisdóma. Þá segir að sterkar vísbendingar séu um að sú þróun muni halda áfram. Nokkuð sé um að dómar fyrnist af þessum sökum. Í fyrra fyrndust sem dæmi 26 dómar, flestir vegna umferðarlagabrota. Á tímabilinu 2012 til 2022 fyrndust alls 275 dómar. Helmingur var vegna umferðarlagabrota. Af þessum 275 voru 31 dómar vegna ofbeldisbrota og fjórir vegna kynferðisbrota. Þá er víða í skýrslunni rætt um byggingar á Litla-Hrauni. Ástand þeirra er sagt mjög slæmt og að það megi ætla að ástand margra húsa ógni heilsu starfsfólks og fanga. „Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um byggingu nýs fangelsis á staðnum telur Ríkisendurskoðun brýnt að viðhaldi eldri bygginga verði sinnt meðan á framkvæmdum stendur enda er ekki áætlað að þeim ljúki fyrr en í fyrsta lagi í árslok 2028,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um úttektina. Þá segir að úttektin hafi leitt í ljós að mörgum þáttum er lúta að heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og annarri virkni sé ábótavant. Brýnt sé að fangelsismálayfirvöld vinni sameiginlega með heilbrigðs-, mennta- og félagsmálayfirvöldum að heildarstefnu á sviði fullnustumála til að efla endurhæfingu fanga með það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi. Þá er í skýrslunni sérstaklega talað um stöðu kvenfanga og að ekki hafi verið nægilega vel horft til þeirra við uppbyggingu og skipulag íslensks fangelsiskerfis. Ekki sé til staðar sérstakt afplánunarúrræði fyrir konur og bent á að þær hafi sem dæmi takmarkaðan aðgang að meðferðarúrræðum á meðan afplánun stendur. Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um úttektina segir að nokkrir hlutir hafi áhrif á það að markmiðum fullnustulaga um endurhæfingu fanga hafi ekki verið náð nema að óverulegu leyti. Þar skipti máli að engin heildarstefna sé á sviði fullnustumála hafi verið mótuð, húsnæði sé ófullnægjandi og mikil undirmönnun. Eigi að auka menntun og bæta vinnustaðamenningu Þá segir að Fangelsismálastofnun þurfi að huga að vinnustaðamenningu og festa í sessi lögboðna menntun fangavarða. Í skýrslunni eru settar fram níu ábendingar. Fjórum ábendingum er beint til dómsmálaráðuneytis og snúa þær að mótun heildarstefnu, bættri stöðu kvenna í fangelsum landsins og flutningi á rekstri og umsjón fangelsisbygginga frá Fangelsismálastofnun til Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna. Loks að áhersla verði lögð á nauðsynlegar endurbætur á Litla-Hrauni og byggingu nýs fangelsis. Í þremur ábendingum til Fangelsismálastofnunar er stofnunin hvött til að festa betur í sessi nám og endurmenntun fangavarða, efla greiningu öryggisatvika og vinna að bættri vinnustaðamenningu. Þá er því beint til heilbrigðisráðuneytis að tryggja að fangar fái þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa og eiga óumdeildan rétt á. Loks er brýnt fyrir mennta- og barnamálaráðuneyti að tryggja að vinnu starfshóps um menntun fanga og fangavarða ljúki sem fyrst. Sú vinna hefur dregist langt fram úr hófi án haldbærra skýringa þar á. Taka undir ábendingar Í skýrslunni er að finna viðbrögð frá þeim aðilum er ábendingar varða. Dómsmálaráðherra bendir sem dæmi á í sínum viðbrögðum að ráðuneytið hafi falið Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum að vinna að uppbyggingu á Litla-Hrauni og viðhaldi. Þá segir í svari ráðuneytis að þau séu sammála því að húseignir Fangelsismálastofnunar eig að vera undir handleiðslu Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna og að ráðuneytið vinni nú að heildstæðri stefnu. Þá segir að í heildarendurskoðun verði staða kvenfanga sérstaklega skoðuð. Í svörum Fangelsismálastofnunar kemur, til dæmis, fram að Fangavarðaskólinn hefjist í upphafi næsta árs. Þá segir að nánast allar aðgerðir séu háðar auknu fjármagni og að stofnunin sé til með plan um innleiðingu þegar aukið fjármagn fæst í verkefnin. Ríkisendurskoðun ákvað í upphafi árs að hefja að eigin frumkvæði stjórnsýsluúttekt á Fangelsismálastofnun. Meginástæður voru þær að við gerð skýrslunnar Innheimta dómsekta, sem kom út í janúar, komu fram vísbendingar um að Fangelsismálastofnun væri illa í stakk búin til að rækja hlutverk sitt samkvæmt lögum um fullnustu refsinga. Það hafi einkum átt við getu stofnunarinnar til að boða dómþola til afplánunar, en Fangelsismálastofnun hefur ekki getað rekið fangelsi landsins á fullum afköstum. Skýrsluna er hægt að kynna sér hér.
Stjórnsýsla Fangelsismál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 8. maí 2023 22:31 Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00
Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 8. maí 2023 22:31
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00