Ekkert svakalega jákvæður eða skemmtilegur fyrri helmingur árs og sá síðari var lítið skárri. Sumarið var mjög hlýtt, þegar það loks lét sjá sig, sem margir fagna líklega.
Það leiddi þó til þess að gróðueldar brunnu víða, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Öfgarnar voru í allar áttir, hamfararigningar létu á sér kræla með tilheyrandi flóðum og skriðum. Lítum um öxl, loftslagsviðburðir ársins.
Í síðasta annál var fjallað um sigurvegara ársins. Annálin má sjá hér að neðan.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2023 í desember. Í næsta annál verða gullmolar Magnúsar Hlyns rifjaðir upp.