Segir líklegt að fisksalaferillinn sé að líða undir lok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2023 17:11 Kristján Berg Fiskikóngur segir þetta líklega síðustu aðventuna sem hann selur skötu. Vísir/Vilhelm Kristján Berg Ásgeirsson, kenndur við Fiskikónginn, segir nokkur ár síðan hann fékk nóg af starfinu. Þetta sé líklega síðasta árið sem hann selji skötu fyrir Þorláksmessu áður en hann snúi sér að öðru. „Þetta er mikil vinna. Alla daga vikunnar, allt árið um kring. Það er farið að síga á seinni hlutann,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, fiskikóngur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Auglýsingar hans um skötusölu fyrir Þorláksmessu óma nú í útvörpum landsmanna, þar sem hann tiltekur að þetta sé líklega síðast árið sem hann selji skötu. Inntur að því segir Kristján vinnuumhverfið hafa breyst mjög síðan hann hóf fisksölu. „Það er rosalega mikið farið út í tilbúna fiskrétti, eftirlit og annað er orðið allt of strangt að mínu mati og misjafnt milli landshluta. Það er svolítið að draga úr mér löngunina að vera starfandi í þessu umhverfi áfram. Byggingaeftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er mjög ósanngjarnt gagnvart þeim sem eru að reka veitingastaði og matarframleiðslu. Reglurnar eru allt of miklar og komið út í þvælu,“ segir Kristján. Hann segist ekki vera kominn með kaupanda en allt sé til sölu. „Elsti sonur minn, Alexander, hefur rekið Fiskikónginn með miklum sóma í þrjú ár. Ég hef varla komið þarna inn í eitt, eitt og hálft ár,“ segir Kristján. „Hann er held ég bara maðurinn sem tekur við þessu. Fiskikóngurinn sjálfur, það eru bara kynslóðaskipti í því.“ Hlusta má á viðtalið við Kristján í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Reykjavík síðdegis Reykjavík Matur Verslun Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Þetta er mikil vinna. Alla daga vikunnar, allt árið um kring. Það er farið að síga á seinni hlutann,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, fiskikóngur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Auglýsingar hans um skötusölu fyrir Þorláksmessu óma nú í útvörpum landsmanna, þar sem hann tiltekur að þetta sé líklega síðast árið sem hann selji skötu. Inntur að því segir Kristján vinnuumhverfið hafa breyst mjög síðan hann hóf fisksölu. „Það er rosalega mikið farið út í tilbúna fiskrétti, eftirlit og annað er orðið allt of strangt að mínu mati og misjafnt milli landshluta. Það er svolítið að draga úr mér löngunina að vera starfandi í þessu umhverfi áfram. Byggingaeftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er mjög ósanngjarnt gagnvart þeim sem eru að reka veitingastaði og matarframleiðslu. Reglurnar eru allt of miklar og komið út í þvælu,“ segir Kristján. Hann segist ekki vera kominn með kaupanda en allt sé til sölu. „Elsti sonur minn, Alexander, hefur rekið Fiskikónginn með miklum sóma í þrjú ár. Ég hef varla komið þarna inn í eitt, eitt og hálft ár,“ segir Kristján. „Hann er held ég bara maðurinn sem tekur við þessu. Fiskikóngurinn sjálfur, það eru bara kynslóðaskipti í því.“ Hlusta má á viðtalið við Kristján í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Reykjavík síðdegis Reykjavík Matur Verslun Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira