Hvatti fólk til að hamstra mentólsígarettur Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 20:01 Hildur Sverrisdóttir og Inga Sæland eru mótfallnar því að banna mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hvatti saumaklúbbakonur og djammreykingamenn um að hamstra mentólsígarettur á næstu fjórum árum. Eftir það verða þær líklega ófáanlegar hér á landi. Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira