Uppnám vegna Gyrðis sem aldrei ætlar að sækja um aftur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 22:08 Gyrðir Elíasson rithöfundur og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson útgefandi hans. Nökkvi Elíasson Athygli vakti í dag þegar í ljós kom að Gyrðir Elíasson rithöfundur hlyti ekki styrk úr launasjóði rithöfunda að þessu sinni. Útgefandi Gyrðis segir hann ekki ætla að sækja um listamannalaun að nýju. Hann segist skynja að stuðningur við höfunda á miðjum aldri fari minnkandi í tengslum við launasjóðinn. Tilkynnt var í dag hverjir fengju listamannalaun árið 2024. Úr launasjóði rithöfunda deildust 555 mánuðir á 68 rithöfunda. Furðu vakti meðal margra að nafn Gyrðis Elíassonar rithöfundar var ekki á listanum yfir þá rithöfunda. Meðal þeirra sem hafa haft orð á málinu eru Einar Kárason rithöfundur, Halldór Guðmundsson fyrrverandi útgefandi Gyrðis, Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur, Bubbi Morthens tónlistarmaður og Egill Helgason umsjónarmaður Kiljunnar. Facebook-færslu Bubba má sjá hér að neðan. „Gyrðir Elíasson, afbragðshöfundur til áratuga á bundið mál sem laust, fær ekki krónu úr launasjóði rithöfunda. Það má vera vel settur sjóður sem telur sig hafa efni á að neita honum. Mér finnst það ósköp einfaldlega til skammar,“ skrifar Halldór Guðmundsson í Facebook færslu. Undir færsluna skrifar Elísabet Jökulsdóttir: „Hneyksli, einfaldlega. Gyrðir er fremstur meðal jafningja af íslenskum rithöfundum og bjargaði minni sögu sem er að verða til með sínum nýju ljóðabókum. Gyrðir er goðsagnavera sem kemur út úr þokunni.“ „Ha??? Hvað er í gangi?“ skrifar Bergþóra Snæbjörnsdóttir. „Með algjörum ólíkindum. Velti fyrir mér hvort hafi gripið um sig ólæsi - fólk í nefndum sjái ekki hvílík afburða bókmenntaverk ljóðin hans Gyrðis eru,“ skrifar Egill Helgason. Einar Kárason var á svipuðu máli. Gyrðir vildi sjálfur ekki tjá sig um málið við fréttastofu en vísaði á útgefanda sinn, Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Aðalsteinn staðfestir í samtali við fréttastofu að Gyrðir hafi sótt um listamannalaunin. Aðspurður hvort hann hafi hugmynd um hvers vegna Gyrðir hefði ekki hlotið styrk neitar Aðalsteinn. „Það er erfitt að ímynda sér það.“ Sem útgefandi Gyrðis segist Aðalsteinn hafa hvatt hann til þess að sækja um. En Gyrðir hlaut styrk úr sjóðnum árin 2020, 2021 og 2022. Ýmist sex, níu eða tólf mánuði. „Vegna veikinda sótti hann ekki um síðastliðið ár. Og það er oft átak fyrir fólk að sækja um, þetta er svolítið ferli, þannig að ég hvatti hann eindregið til þess að sækja um,“ segir Aðalsteinn. Stuðningur við höfunda á miðjum aldri minni „Mér fannst ólíklegt annað en að hann gengi að því vísu að hann fengi starfslaun. Hann er á blússandi ferð sem höfundur,“ segir Aðalsteinn. Þá segist Aðalsteinn á síðastliðnum árum hafa fundið fyrir því að áhugi á að styðja við bakið á höfundum sem komnir eru yfir miðjan aldur fari minnkandi. Þorri Íslenskra höfunda hafi þurft á slíkum stuðning að halda og þar sé Gyrðir engin undantekning. „Mér hefur fundist vera tilhneiging til þess að vera ekkert að hlaða undir höfunda sem eru komnir yfir miðjan aldur,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að í höfundastétt megi auðvitað búast við höfnun af þessu tagi en erfiðara sé að taka henni þegar menn eru komnir á þann aldur og þann stað sem Gyrðir er á. „Það er kannski svolítið skrítið núna þegar hann er jafnvel að nálgast hátindinn á sínum ferli. Margir álíta það,“ segir Aðalsteinn. „Þannig að þetta hjálpar honum ekki til að lifa af en hann mun gera það. Það þarf bara að finna ráð til þess.“ Ætlar ekki að sækja aftur um Gyrðir hlaut ekki tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Egill Helgason hafði orð á því á Facebook á dögunum að hann væri furðu lostinn yfir því að Gyrðir hefði ekki verið tilnefndur. „Mér hefur fundist það að ljóð hafi verið sniðgengin mjög lengi í þeim verðlaunum og að aðrar tegundir en skáldsögur hafa hreinlega átt mjög erfitt uppdráttar innan þessa verðlaunageira,“ segir Aðalsteinn um bókmenntaverðlaunin. Aðalsteinn segir Gyrði ekki ætla að sækja um listamannalaun aftur á næsta ári. „Ég held að þetta hafi verið í síðasta skiptið. Ég sé enga ástæðu til þess að sækja um fyrir hann aftur.“ Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Tilkynnt var í dag hverjir fengju listamannalaun árið 2024. Úr launasjóði rithöfunda deildust 555 mánuðir á 68 rithöfunda. Furðu vakti meðal margra að nafn Gyrðis Elíassonar rithöfundar var ekki á listanum yfir þá rithöfunda. Meðal þeirra sem hafa haft orð á málinu eru Einar Kárason rithöfundur, Halldór Guðmundsson fyrrverandi útgefandi Gyrðis, Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur, Bubbi Morthens tónlistarmaður og Egill Helgason umsjónarmaður Kiljunnar. Facebook-færslu Bubba má sjá hér að neðan. „Gyrðir Elíasson, afbragðshöfundur til áratuga á bundið mál sem laust, fær ekki krónu úr launasjóði rithöfunda. Það má vera vel settur sjóður sem telur sig hafa efni á að neita honum. Mér finnst það ósköp einfaldlega til skammar,“ skrifar Halldór Guðmundsson í Facebook færslu. Undir færsluna skrifar Elísabet Jökulsdóttir: „Hneyksli, einfaldlega. Gyrðir er fremstur meðal jafningja af íslenskum rithöfundum og bjargaði minni sögu sem er að verða til með sínum nýju ljóðabókum. Gyrðir er goðsagnavera sem kemur út úr þokunni.“ „Ha??? Hvað er í gangi?“ skrifar Bergþóra Snæbjörnsdóttir. „Með algjörum ólíkindum. Velti fyrir mér hvort hafi gripið um sig ólæsi - fólk í nefndum sjái ekki hvílík afburða bókmenntaverk ljóðin hans Gyrðis eru,“ skrifar Egill Helgason. Einar Kárason var á svipuðu máli. Gyrðir vildi sjálfur ekki tjá sig um málið við fréttastofu en vísaði á útgefanda sinn, Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Aðalsteinn staðfestir í samtali við fréttastofu að Gyrðir hafi sótt um listamannalaunin. Aðspurður hvort hann hafi hugmynd um hvers vegna Gyrðir hefði ekki hlotið styrk neitar Aðalsteinn. „Það er erfitt að ímynda sér það.“ Sem útgefandi Gyrðis segist Aðalsteinn hafa hvatt hann til þess að sækja um. En Gyrðir hlaut styrk úr sjóðnum árin 2020, 2021 og 2022. Ýmist sex, níu eða tólf mánuði. „Vegna veikinda sótti hann ekki um síðastliðið ár. Og það er oft átak fyrir fólk að sækja um, þetta er svolítið ferli, þannig að ég hvatti hann eindregið til þess að sækja um,“ segir Aðalsteinn. Stuðningur við höfunda á miðjum aldri minni „Mér fannst ólíklegt annað en að hann gengi að því vísu að hann fengi starfslaun. Hann er á blússandi ferð sem höfundur,“ segir Aðalsteinn. Þá segist Aðalsteinn á síðastliðnum árum hafa fundið fyrir því að áhugi á að styðja við bakið á höfundum sem komnir eru yfir miðjan aldur fari minnkandi. Þorri Íslenskra höfunda hafi þurft á slíkum stuðning að halda og þar sé Gyrðir engin undantekning. „Mér hefur fundist vera tilhneiging til þess að vera ekkert að hlaða undir höfunda sem eru komnir yfir miðjan aldur,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að í höfundastétt megi auðvitað búast við höfnun af þessu tagi en erfiðara sé að taka henni þegar menn eru komnir á þann aldur og þann stað sem Gyrðir er á. „Það er kannski svolítið skrítið núna þegar hann er jafnvel að nálgast hátindinn á sínum ferli. Margir álíta það,“ segir Aðalsteinn. „Þannig að þetta hjálpar honum ekki til að lifa af en hann mun gera það. Það þarf bara að finna ráð til þess.“ Ætlar ekki að sækja aftur um Gyrðir hlaut ekki tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Egill Helgason hafði orð á því á Facebook á dögunum að hann væri furðu lostinn yfir því að Gyrðir hefði ekki verið tilnefndur. „Mér hefur fundist það að ljóð hafi verið sniðgengin mjög lengi í þeim verðlaunum og að aðrar tegundir en skáldsögur hafa hreinlega átt mjög erfitt uppdráttar innan þessa verðlaunageira,“ segir Aðalsteinn um bókmenntaverðlaunin. Aðalsteinn segir Gyrði ekki ætla að sækja um listamannalaun aftur á næsta ári. „Ég held að þetta hafi verið í síðasta skiptið. Ég sé enga ástæðu til þess að sækja um fyrir hann aftur.“
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira