Menning og fjárlög Jódís Skúladóttir skrifar 5. desember 2023 08:00 Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Þetta er einkar mikilvægt á landsbyggðinni þar sem lífleg menningarstarfsemi sem vel er hlúð að verður oft lífæð samfélagsins í félagslegu tilliti. Um þennan þátt samfélagsins er mikilvægt að standa vörð. Í störfum mínum í fjárlaganefnd Alþingis hef ég séð fjölmargar óskir um styrkveitingar innan þessa málefnasviðs meðal annars frá smærri söfnum og öðrum menningarstofnunum víða um land. Staðbundnar menningarstofnanir svo sem söfn og listasetur eru ekki síður mikilvægur hluti af samfélögum á landsbyggðinni en aðrir þættir sem snúa að veraldlegri þörfum. Söfnun, skráning, varðveisla, rannsóknir og miðlun eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að menningararfinum en ekki síður að sjálfsmynd samfélaga og upplifun íbúa og gesta á svæðisbundinni sögu og menningu. Í hinu stóra samhengi er kannski ekki um stórkostlegar fjárhæðir að ræða en þær geta skipt sköpum í rekstri safna og menningarstofnana að ótöldum oft óvæntum atvinnutækifærum og afleiddum áhrifum á skapandi greinar sem njóta góðs af slíkum fjárveitingum. Til mikils er að vinna að gefa bæði heimafólki og gestum innsýn í mikilvæga sögu og menningu lands og þjóðar. Við hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði höfum lagt áherslu á mikilvægi fjölbreytts og öflugs menningarlífs um allt land og þýðingu þess að styrkja menningarstarfsemi víða um land með það að markmiði að stuðla að jafnara aðgengi allra landsmanna að listum og menningu. Fjölbreytt menning styrkir íslenskt samfélag og er þáttur í lífsgæðum í landinu. Öflug menningarstarfsemi á landsbyggðinni styður við byggðastefnu stjórnvalda og gerir hinar dreifðu byggðir landsins að fýsilegri búsetukosti með líflegum samfélögum og fjölbreyttum tækifærum. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Menning Byggðamál Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Þetta er einkar mikilvægt á landsbyggðinni þar sem lífleg menningarstarfsemi sem vel er hlúð að verður oft lífæð samfélagsins í félagslegu tilliti. Um þennan þátt samfélagsins er mikilvægt að standa vörð. Í störfum mínum í fjárlaganefnd Alþingis hef ég séð fjölmargar óskir um styrkveitingar innan þessa málefnasviðs meðal annars frá smærri söfnum og öðrum menningarstofnunum víða um land. Staðbundnar menningarstofnanir svo sem söfn og listasetur eru ekki síður mikilvægur hluti af samfélögum á landsbyggðinni en aðrir þættir sem snúa að veraldlegri þörfum. Söfnun, skráning, varðveisla, rannsóknir og miðlun eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að menningararfinum en ekki síður að sjálfsmynd samfélaga og upplifun íbúa og gesta á svæðisbundinni sögu og menningu. Í hinu stóra samhengi er kannski ekki um stórkostlegar fjárhæðir að ræða en þær geta skipt sköpum í rekstri safna og menningarstofnana að ótöldum oft óvæntum atvinnutækifærum og afleiddum áhrifum á skapandi greinar sem njóta góðs af slíkum fjárveitingum. Til mikils er að vinna að gefa bæði heimafólki og gestum innsýn í mikilvæga sögu og menningu lands og þjóðar. Við hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði höfum lagt áherslu á mikilvægi fjölbreytts og öflugs menningarlífs um allt land og þýðingu þess að styrkja menningarstarfsemi víða um land með það að markmiði að stuðla að jafnara aðgengi allra landsmanna að listum og menningu. Fjölbreytt menning styrkir íslenskt samfélag og er þáttur í lífsgæðum í landinu. Öflug menningarstarfsemi á landsbyggðinni styður við byggðastefnu stjórnvalda og gerir hinar dreifðu byggðir landsins að fýsilegri búsetukosti með líflegum samfélögum og fjölbreyttum tækifærum. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun