Keppir á Evrópumótinu sex mánuðum eftir að hún eignaðist barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 09:00 Lucie Martinsdóttir Stefanikova með barnið sitt í lyftingarsalnum. @lucie_martins_lifts Lucie Stefaniková verður er ein af fjórum keppendum Íslands sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 4. til 9. desember í Tartu í Eistlandi. Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts) Lyftingar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts)
Lyftingar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira