„Án fjölskyldunnar myndi maður aldrei endast svona í þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2023 09:01 Elvar Már Friðriksson ásamt fjölskyldu sinni. úr einkasafni Elvari Má Friðrikssyni, landsliðsmanni í körfubolta, líkar lífið í Grikklandi vel. Hann er þakklátur fjölskyldu sinni og segir stuðning hennar ómetanlegan. Njarðvíkingurinn hefur þurft að aðlagast leikstíl PAOK sem er aðeins frábrugðin því sem hann á að venjast. Elvar gekk í raðir PAOK í Þessalónikíu í sumar. Auk Íslands og Grikklands hefur þessi 29 ára leikstjórnandi spilað í Frakklandi, Svíþjóð, Litáen, Belgíu og Ítalíu á ferlinum. „Þetta hefur gengið ágætlega. Þetta hefur verið svolítið upp og niður. Ég var fljótur að aðlagast eftir undirbúningstímabilið sem var líka frekar erfitt. Ég byrjaði tímabilið mjög vel en lenti svo í smávægilegum meiðslum. Maður þurfti að vinna sig út úr því og svo voru breytingar á hópnum. En síðasti leikur var mjög góður og við erum búnir að gera mjög vel,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. PAOK er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Panathinaikos. Þá er liðið á toppnum í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu sem er næststerkasta Evrópukeppnin. Elvar í landsleik gegn Georgíu á síðasta ári.vísir/vilhelm Elvar segir að körfuboltinn í Grikklandi sé bæði harðari og hægari en hann á að venjast. „Maður finnur alveg fyrir muninum milli deilda sem ég hef spilað í og líka þegar við spilum Evrópuleikina að leikurinn er harðari í Grikklandi, meira um snertingar, minna dæmt, harðari varnir og hægari bolti finnst mér. Það er mikið lagt upp úr taktík. Það eru alls konar hlutir sem maður hefur þurft að aðlagast. Þetta fer eftir þjálfurum frekar en deildunum en maður hefur þurft að aðlagast hans bolta og það hefur alveg tekist ágætlega,“ sagði Elvar en þjálfari PAOK er Fotis Takianos sem var leikstjórnandi á leikmannaferlinum, líkt og Elvar. Takianos tók við PAOK í febrúar en hann var áður leikmaður og aðstoðarþjálfari liðsins. Oftar á bremsunni Elvar er með sneggri mönnum og hraðinn er eitt hans helsta vopn. Hann nær ekki að beita honum í jafn miklum mæli hjá PAOK og oft áður. „Maður er vanur því sem minni leikstjórnandi að geta keyrt upp hraðann og nýtt hraðan sinn á opnum velli. Hér er þetta mikið á hálfum velli og maður verður að finna lausnir á því. Það er mjög þroskandi. En þegar ég hef náð að keyra upp hraðann í leikjum hefur mér persónulega gengið betur en það fer eftir því hvernig þjálfarinn vill spila á móti því liði sem við erum að spila við hverju sinni,“ sagði Elvar. Elvar er sjöundi stoðsendingahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu.vísir/hulda margrét Sem fyrr sagði er PAOK í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar af tólf liðum. Eftir tvöfalda umferð, 22 leiki, spila sex efstu og sex neðstu liðin innbyrðis áður en átta liða úrslitakeppni tekur við. „Markmiðið er klárlega að vera í efstu sex sætunum þegar tvær umferðir eru búnar til að geta spilað við bestu liðin í þriðju umferðinni. Í úrslitakeppninni getur svo allt gerst,“ sagði Elvar. Í Meistaradeildinni er PAOK á toppi síns riðils þegar tveimur umferðum er ólokið. Auk PAOK eru Hapoel Jerusalem, Galatasaray og Benfica í G-riðli keppninnar. Efsta liðið fer beint í sextán liða úrslit en liðin í 2. og 3. sæti í umspil. Í Meistaradeildinni er Elvar með 11,8 stig að meðaltali í leik, auk 5,8 frákasta og 5,8 stoðsendinga. Í grísku úrvalsdeildinni er hann hins vegar með 12,7 stig, 3,4 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Orðin vön flakkinu Elvar er alvanur því að þurfa að aðlagast nýjum aðstæðum enda er líf körfuboltamannsins hálfgert flökkulíf. Þá skiptir miklu að vera með góðan stuðning frá fjölskyldu sinni, eitthvað sem Elvar nýtur svo sannarlega góðs af. „Það er oft mjög snúið þegar maður er með fjölskyldu en við erum orðin mjög vön því að breyta um umhverfi, aðlagast fljótt og kynnast nýju fólki. Við erum nokkuð sjóuð í því en auðvitað væri maður til í meiri festu vegna fjölskyldunnar og það er stefnan á næstunni, að koma sér í aðstæður þar sem maður getur fengið lengri samninga. En í körfuboltanum er oft bara tekið ár í einu og staðan tekin eftir það,“ sagði Elvar. Elvar hefur verið valinn Körfuknattleiksmaður ársins tvisvar sinnum í röð.vísir/hulda margrét „Við tökum þetta bara ár fyrir ár, tæklum bara það verkefni sem kemur upp og sjáum hvað gerist. En ég er mjög heppin hvernig fjölskyldan tekur í þetta og hún hjálpar mér í þessu. Án fjölskyldunnar myndi maður aldrei endast svona í þessu og geta gert þetta. Það er mjög gott að hafa góðan stuðning,“ sagði Elvar. Hann kemst ekkert heim til Íslands á næstunni þar sem spilað er í Grikklandi yfir hátíðirnar. „Við spilum á Þorláksmessu og aftur 30. desember þannig eigum við að segja að það verði einn frídagur. Það er ekki mikið jólafrí en við fáum góða gesti til okkar þannig við getum allavega verið í faðmi fjölskyldunnar yfir jólin,“ sagði Elvar að endingu. Körfubolti Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Elvar gekk í raðir PAOK í Þessalónikíu í sumar. Auk Íslands og Grikklands hefur þessi 29 ára leikstjórnandi spilað í Frakklandi, Svíþjóð, Litáen, Belgíu og Ítalíu á ferlinum. „Þetta hefur gengið ágætlega. Þetta hefur verið svolítið upp og niður. Ég var fljótur að aðlagast eftir undirbúningstímabilið sem var líka frekar erfitt. Ég byrjaði tímabilið mjög vel en lenti svo í smávægilegum meiðslum. Maður þurfti að vinna sig út úr því og svo voru breytingar á hópnum. En síðasti leikur var mjög góður og við erum búnir að gera mjög vel,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. PAOK er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Panathinaikos. Þá er liðið á toppnum í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu sem er næststerkasta Evrópukeppnin. Elvar í landsleik gegn Georgíu á síðasta ári.vísir/vilhelm Elvar segir að körfuboltinn í Grikklandi sé bæði harðari og hægari en hann á að venjast. „Maður finnur alveg fyrir muninum milli deilda sem ég hef spilað í og líka þegar við spilum Evrópuleikina að leikurinn er harðari í Grikklandi, meira um snertingar, minna dæmt, harðari varnir og hægari bolti finnst mér. Það er mikið lagt upp úr taktík. Það eru alls konar hlutir sem maður hefur þurft að aðlagast. Þetta fer eftir þjálfurum frekar en deildunum en maður hefur þurft að aðlagast hans bolta og það hefur alveg tekist ágætlega,“ sagði Elvar en þjálfari PAOK er Fotis Takianos sem var leikstjórnandi á leikmannaferlinum, líkt og Elvar. Takianos tók við PAOK í febrúar en hann var áður leikmaður og aðstoðarþjálfari liðsins. Oftar á bremsunni Elvar er með sneggri mönnum og hraðinn er eitt hans helsta vopn. Hann nær ekki að beita honum í jafn miklum mæli hjá PAOK og oft áður. „Maður er vanur því sem minni leikstjórnandi að geta keyrt upp hraðann og nýtt hraðan sinn á opnum velli. Hér er þetta mikið á hálfum velli og maður verður að finna lausnir á því. Það er mjög þroskandi. En þegar ég hef náð að keyra upp hraðann í leikjum hefur mér persónulega gengið betur en það fer eftir því hvernig þjálfarinn vill spila á móti því liði sem við erum að spila við hverju sinni,“ sagði Elvar. Elvar er sjöundi stoðsendingahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu.vísir/hulda margrét Sem fyrr sagði er PAOK í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar af tólf liðum. Eftir tvöfalda umferð, 22 leiki, spila sex efstu og sex neðstu liðin innbyrðis áður en átta liða úrslitakeppni tekur við. „Markmiðið er klárlega að vera í efstu sex sætunum þegar tvær umferðir eru búnar til að geta spilað við bestu liðin í þriðju umferðinni. Í úrslitakeppninni getur svo allt gerst,“ sagði Elvar. Í Meistaradeildinni er PAOK á toppi síns riðils þegar tveimur umferðum er ólokið. Auk PAOK eru Hapoel Jerusalem, Galatasaray og Benfica í G-riðli keppninnar. Efsta liðið fer beint í sextán liða úrslit en liðin í 2. og 3. sæti í umspil. Í Meistaradeildinni er Elvar með 11,8 stig að meðaltali í leik, auk 5,8 frákasta og 5,8 stoðsendinga. Í grísku úrvalsdeildinni er hann hins vegar með 12,7 stig, 3,4 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Orðin vön flakkinu Elvar er alvanur því að þurfa að aðlagast nýjum aðstæðum enda er líf körfuboltamannsins hálfgert flökkulíf. Þá skiptir miklu að vera með góðan stuðning frá fjölskyldu sinni, eitthvað sem Elvar nýtur svo sannarlega góðs af. „Það er oft mjög snúið þegar maður er með fjölskyldu en við erum orðin mjög vön því að breyta um umhverfi, aðlagast fljótt og kynnast nýju fólki. Við erum nokkuð sjóuð í því en auðvitað væri maður til í meiri festu vegna fjölskyldunnar og það er stefnan á næstunni, að koma sér í aðstæður þar sem maður getur fengið lengri samninga. En í körfuboltanum er oft bara tekið ár í einu og staðan tekin eftir það,“ sagði Elvar. Elvar hefur verið valinn Körfuknattleiksmaður ársins tvisvar sinnum í röð.vísir/hulda margrét „Við tökum þetta bara ár fyrir ár, tæklum bara það verkefni sem kemur upp og sjáum hvað gerist. En ég er mjög heppin hvernig fjölskyldan tekur í þetta og hún hjálpar mér í þessu. Án fjölskyldunnar myndi maður aldrei endast svona í þessu og geta gert þetta. Það er mjög gott að hafa góðan stuðning,“ sagði Elvar. Hann kemst ekkert heim til Íslands á næstunni þar sem spilað er í Grikklandi yfir hátíðirnar. „Við spilum á Þorláksmessu og aftur 30. desember þannig eigum við að segja að það verði einn frídagur. Það er ekki mikið jólafrí en við fáum góða gesti til okkar þannig við getum allavega verið í faðmi fjölskyldunnar yfir jólin,“ sagði Elvar að endingu.
Körfubolti Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira