Hvar stendur Framsókn? Yousef Ingi Tamimi skrifar 6. desember 2023 11:00 „Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
„Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar