Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? Davíð Þorláksson skrifar 6. desember 2023 08:01 Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri. Sú leið sem farin var hér byggði á greiningum innlendra og erlendra sérfræðinga í skipulags- og samgöngumálum og var niðurstaðan að lang heppilegast væri að ráðast í gerð Borgarlínu, BRT- kerfis (bus rapid transit) til að bæta samgöngur til lengri tíma. Það þýðir einfaldlega að megin fjárfestingin felst í að leggja sér akbrautir fyrir strætisvagna, sem verða þá eins konar hraðbrautir milli hverfa auk þess að byggja upp vandaðar stöðvar sem eru aðgengilegar fyrir öll. Vagnar aka með hárri tíðni milli helstu hverfa, hratt og vel í gegnum höfuðborgarsvæðið og verða ekki fastir í umferð. Því er stundum haldið fram að of vont veður sé á Íslandi til þess að hægt sé að fjölga ferðum förnum í almenningssamgöngum. Þegar borgir Norðurlanda á svipuðum breiddargráðum eru skoðaðar þá sést að þær eru flestar, ef ekki allar, með hærra hlutfall ferða í almenningssamgöngum í dag og stefna á hærra hlutfall til framtíðar Það má líka sjá í ferðavenjukönnunum höfuðborgarsvæðisins að hlutfall ferða í almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi er t.d. talsvert hærri í Laugardalnum og Vesturbænum heldur en í úthverfum og hinum sveitarfélögunum. Það blasir við að það er ekki vegna þess að þar sé betra veður. Eftir að hafa búið í Vestubænum um árabil get ég sagt að veður þar er ekki betra, nema síður sé. Skýringin er einföld. Þar sem er fjárfest í góðum almenningssamgöngum þar eru þær vel nýttar. Við mannskepnan erum í raun ekki flóknari en þetta: Við notum það sem er gott frekar en það sem er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri. Sú leið sem farin var hér byggði á greiningum innlendra og erlendra sérfræðinga í skipulags- og samgöngumálum og var niðurstaðan að lang heppilegast væri að ráðast í gerð Borgarlínu, BRT- kerfis (bus rapid transit) til að bæta samgöngur til lengri tíma. Það þýðir einfaldlega að megin fjárfestingin felst í að leggja sér akbrautir fyrir strætisvagna, sem verða þá eins konar hraðbrautir milli hverfa auk þess að byggja upp vandaðar stöðvar sem eru aðgengilegar fyrir öll. Vagnar aka með hárri tíðni milli helstu hverfa, hratt og vel í gegnum höfuðborgarsvæðið og verða ekki fastir í umferð. Því er stundum haldið fram að of vont veður sé á Íslandi til þess að hægt sé að fjölga ferðum förnum í almenningssamgöngum. Þegar borgir Norðurlanda á svipuðum breiddargráðum eru skoðaðar þá sést að þær eru flestar, ef ekki allar, með hærra hlutfall ferða í almenningssamgöngum í dag og stefna á hærra hlutfall til framtíðar Það má líka sjá í ferðavenjukönnunum höfuðborgarsvæðisins að hlutfall ferða í almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi er t.d. talsvert hærri í Laugardalnum og Vesturbænum heldur en í úthverfum og hinum sveitarfélögunum. Það blasir við að það er ekki vegna þess að þar sé betra veður. Eftir að hafa búið í Vestubænum um árabil get ég sagt að veður þar er ekki betra, nema síður sé. Skýringin er einföld. Þar sem er fjárfest í góðum almenningssamgöngum þar eru þær vel nýttar. Við mannskepnan erum í raun ekki flóknari en þetta: Við notum það sem er gott frekar en það sem er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar