Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? Davíð Þorláksson skrifar 6. desember 2023 08:01 Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri. Sú leið sem farin var hér byggði á greiningum innlendra og erlendra sérfræðinga í skipulags- og samgöngumálum og var niðurstaðan að lang heppilegast væri að ráðast í gerð Borgarlínu, BRT- kerfis (bus rapid transit) til að bæta samgöngur til lengri tíma. Það þýðir einfaldlega að megin fjárfestingin felst í að leggja sér akbrautir fyrir strætisvagna, sem verða þá eins konar hraðbrautir milli hverfa auk þess að byggja upp vandaðar stöðvar sem eru aðgengilegar fyrir öll. Vagnar aka með hárri tíðni milli helstu hverfa, hratt og vel í gegnum höfuðborgarsvæðið og verða ekki fastir í umferð. Því er stundum haldið fram að of vont veður sé á Íslandi til þess að hægt sé að fjölga ferðum förnum í almenningssamgöngum. Þegar borgir Norðurlanda á svipuðum breiddargráðum eru skoðaðar þá sést að þær eru flestar, ef ekki allar, með hærra hlutfall ferða í almenningssamgöngum í dag og stefna á hærra hlutfall til framtíðar Það má líka sjá í ferðavenjukönnunum höfuðborgarsvæðisins að hlutfall ferða í almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi er t.d. talsvert hærri í Laugardalnum og Vesturbænum heldur en í úthverfum og hinum sveitarfélögunum. Það blasir við að það er ekki vegna þess að þar sé betra veður. Eftir að hafa búið í Vestubænum um árabil get ég sagt að veður þar er ekki betra, nema síður sé. Skýringin er einföld. Þar sem er fjárfest í góðum almenningssamgöngum þar eru þær vel nýttar. Við mannskepnan erum í raun ekki flóknari en þetta: Við notum það sem er gott frekar en það sem er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri. Sú leið sem farin var hér byggði á greiningum innlendra og erlendra sérfræðinga í skipulags- og samgöngumálum og var niðurstaðan að lang heppilegast væri að ráðast í gerð Borgarlínu, BRT- kerfis (bus rapid transit) til að bæta samgöngur til lengri tíma. Það þýðir einfaldlega að megin fjárfestingin felst í að leggja sér akbrautir fyrir strætisvagna, sem verða þá eins konar hraðbrautir milli hverfa auk þess að byggja upp vandaðar stöðvar sem eru aðgengilegar fyrir öll. Vagnar aka með hárri tíðni milli helstu hverfa, hratt og vel í gegnum höfuðborgarsvæðið og verða ekki fastir í umferð. Því er stundum haldið fram að of vont veður sé á Íslandi til þess að hægt sé að fjölga ferðum förnum í almenningssamgöngum. Þegar borgir Norðurlanda á svipuðum breiddargráðum eru skoðaðar þá sést að þær eru flestar, ef ekki allar, með hærra hlutfall ferða í almenningssamgöngum í dag og stefna á hærra hlutfall til framtíðar Það má líka sjá í ferðavenjukönnunum höfuðborgarsvæðisins að hlutfall ferða í almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi er t.d. talsvert hærri í Laugardalnum og Vesturbænum heldur en í úthverfum og hinum sveitarfélögunum. Það blasir við að það er ekki vegna þess að þar sé betra veður. Eftir að hafa búið í Vestubænum um árabil get ég sagt að veður þar er ekki betra, nema síður sé. Skýringin er einföld. Þar sem er fjárfest í góðum almenningssamgöngum þar eru þær vel nýttar. Við mannskepnan erum í raun ekki flóknari en þetta: Við notum það sem er gott frekar en það sem er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar