Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2023 09:31 Dönsku miðlarnir undirstrikuðu vonbrigði gærkvöldsins eftir tapið gegn Íslandi. Skjáskot/DR/EkstraBladet og EPA/Johnny Pedersen Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. Í dönsku miðlunum er því lýst sem „jólakraftaverki“ að Wales hafi náð jafntefli við Þýskaland í gær, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Það jafntefli þýddi að Dönum dugði sigur gegn Íslandi til að vinna riðilinn og komast í fjögurra liða úrslit keppninnar, þaðan sem þrjú lið komast á Ólympíuleikana í París næsta sumar. En íslenska vörnin, með hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur stórkostlega í markinu, hélt hreinu gegn Dönum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmark í seinni hálfleik. Þessu lýsir danski ríkismiðillinn DR sem „fíaskói“ og flestir leikmanna liðsins fá falleinkunn hjá bæði sérfræðingum og lesendum miðilsins. „Ég trúi þessu ekki enn þá. Það var algjör draumur að komast á Ólympíuleikana. Eða að spila að minnsta kosti um sæti þar, þar sem allt hefði getað gerst. En við fáum það ekki því við vorum ekki nógu skilvirkar í dag, og það er ofboðslega sárt,“ sagði Frederikke Thögersen, leikmaður danska liðsins, við TV 2. „Þetta er svo vont“ Fyrirliðinn Stine Ballisager tók í sama streng: „Þetta er svo vont. Fyrir fram fannst manni Ólympíuleikarnir svo langt í burtu. Svo voru þeir allt í einu svo nærri en svo aftur langt í burtu. Þetta er bara svo vont, þegar maður vill upplifa draum og það hefði verið svo stórt að komast á Ólympíuleikana, en svo tókst það ekki, og þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Ballisager. „Maður er bara tómur núna. Mér finnst það helvíti hlægilegt, ef maður má blóta, að við skulum ekki hafa gengið harðar eftir þessu og að við höfum ekki sýnt meiri vilja, spilandi hér á heimavelli,“ sagði Sanne Troelsgaard við Ekstra Bladet. Lokastaðan í riðlinum var sú að Þýskaland fékk 13 stig og vann, Danmörk hlaut 12 stig, Ísland 9 stig og Wales aðeins eitt stig. Þýskaland og Danmörk eru því örugg um að halda sæti sínu í A-deild, Ísland fer í umspil við lið úr B-deild í lok febrúar, en Wales fellur. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira
Í dönsku miðlunum er því lýst sem „jólakraftaverki“ að Wales hafi náð jafntefli við Þýskaland í gær, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Það jafntefli þýddi að Dönum dugði sigur gegn Íslandi til að vinna riðilinn og komast í fjögurra liða úrslit keppninnar, þaðan sem þrjú lið komast á Ólympíuleikana í París næsta sumar. En íslenska vörnin, með hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur stórkostlega í markinu, hélt hreinu gegn Dönum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmark í seinni hálfleik. Þessu lýsir danski ríkismiðillinn DR sem „fíaskói“ og flestir leikmanna liðsins fá falleinkunn hjá bæði sérfræðingum og lesendum miðilsins. „Ég trúi þessu ekki enn þá. Það var algjör draumur að komast á Ólympíuleikana. Eða að spila að minnsta kosti um sæti þar, þar sem allt hefði getað gerst. En við fáum það ekki því við vorum ekki nógu skilvirkar í dag, og það er ofboðslega sárt,“ sagði Frederikke Thögersen, leikmaður danska liðsins, við TV 2. „Þetta er svo vont“ Fyrirliðinn Stine Ballisager tók í sama streng: „Þetta er svo vont. Fyrir fram fannst manni Ólympíuleikarnir svo langt í burtu. Svo voru þeir allt í einu svo nærri en svo aftur langt í burtu. Þetta er bara svo vont, þegar maður vill upplifa draum og það hefði verið svo stórt að komast á Ólympíuleikana, en svo tókst það ekki, og þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Ballisager. „Maður er bara tómur núna. Mér finnst það helvíti hlægilegt, ef maður má blóta, að við skulum ekki hafa gengið harðar eftir þessu og að við höfum ekki sýnt meiri vilja, spilandi hér á heimavelli,“ sagði Sanne Troelsgaard við Ekstra Bladet. Lokastaðan í riðlinum var sú að Þýskaland fékk 13 stig og vann, Danmörk hlaut 12 stig, Ísland 9 stig og Wales aðeins eitt stig. Þýskaland og Danmörk eru því örugg um að halda sæti sínu í A-deild, Ísland fer í umspil við lið úr B-deild í lok febrúar, en Wales fellur.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira
„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10