Klárt hvaða fjögur lið keppa á úrslitahelginni í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 12:31 LeBron James skorar hér tvö af 31 stigi sínu á móti Phoenix Suns í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas og hefjast strax annað kvöld. Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli