„Ég fyrirlít þessi stjórnvöld!“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:01 Inga Sæland er ekki ánægð með stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Inga Sæland var ómyrk í máli þegar hún ræddi nýja skýrslu um stöðu fatlaðra á Íslandi á Alþingi í dag. „Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín,“ hrópaði hún úr pontu Alþingis. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum. Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum.
Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira