Rúnar: Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju ég nenni að vera í þessu Andri Már Eggertsson skrifar 6. desember 2023 21:20 Rúnar Ingi Erlingsson var afar ánægður með sigurinn Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann nokkuð öruggan átján stiga sigur gegn Haukum 78-60. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með fjórða leikhluta liðsins. „Við gerðum ákveðin atriði varnarlega töluvert betur á þeim kafla sem við komumst fram úr þeim. Við vorum að spila góða vörn sem lið þar sem við fengum góða ruðninga og sýndum mikla baráttu.“ „Við vorum líka að skora á þessum kafla sem gerði það að verkum að þær þurftu að setja upp sókn gegn okkar fimm á fimm vörn. Þær voru að skora mikið í bakið á okkur og um leið og við fórum að láta þær spila á móti okkur á hálfum velli gekk þetta betur.“ Rúnar sagði að það hafi verið krefjandi að tala við liðið í hálfleik þar sem hann var ekki ósáttur með margt þrátt yfir að vera einu stigi undir í hálfleik 35-36. „Mér fannst flókið að fara inn í hálfleikinn þar sem það var ekkert mikið sem ég gat verið að öskra á og breytt. Mér fannst við vera að spila heilt yfir vel en það voru nokkur smáatriði eins og þeirra hröðusóknir og við þurftum að vera aðeins klókari.“ „Körfubolti er síðan þannig að sjálfstraust er svo mikilvægt og um leið og þú setur nokkur skot ofan í og stemmningin kemur með þér þá verða næstu skot auðveldari. Ég held að Angela Strize hefði getað kastað boltanum aftur fyrir sig og það hefði farið ofan í.“ Rúnar var afar ánægður með fjórða leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Njarðvík sem skilaði að lokum átján stiga sigri. „Þetta var geggjaður kafli og það voru allir með eins og bekkurinn og stúkan. Þetta skiptir svo miklu máli og ástæðan fyrir því að ég nenni að vera í þessu er að fá að fagna svona þegar að það kemur góð vörn eða boltinn fer ofan í. Ef maður ætlar ekki að njóta þess þegar að liðið spilar svona frábærlega eins og í seinni hálfleik þá þarf ég að fara að finna mér annað að gera,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Sjá meira
„Við gerðum ákveðin atriði varnarlega töluvert betur á þeim kafla sem við komumst fram úr þeim. Við vorum að spila góða vörn sem lið þar sem við fengum góða ruðninga og sýndum mikla baráttu.“ „Við vorum líka að skora á þessum kafla sem gerði það að verkum að þær þurftu að setja upp sókn gegn okkar fimm á fimm vörn. Þær voru að skora mikið í bakið á okkur og um leið og við fórum að láta þær spila á móti okkur á hálfum velli gekk þetta betur.“ Rúnar sagði að það hafi verið krefjandi að tala við liðið í hálfleik þar sem hann var ekki ósáttur með margt þrátt yfir að vera einu stigi undir í hálfleik 35-36. „Mér fannst flókið að fara inn í hálfleikinn þar sem það var ekkert mikið sem ég gat verið að öskra á og breytt. Mér fannst við vera að spila heilt yfir vel en það voru nokkur smáatriði eins og þeirra hröðusóknir og við þurftum að vera aðeins klókari.“ „Körfubolti er síðan þannig að sjálfstraust er svo mikilvægt og um leið og þú setur nokkur skot ofan í og stemmningin kemur með þér þá verða næstu skot auðveldari. Ég held að Angela Strize hefði getað kastað boltanum aftur fyrir sig og það hefði farið ofan í.“ Rúnar var afar ánægður með fjórða leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Njarðvík sem skilaði að lokum átján stiga sigri. „Þetta var geggjaður kafli og það voru allir með eins og bekkurinn og stúkan. Þetta skiptir svo miklu máli og ástæðan fyrir því að ég nenni að vera í þessu er að fá að fagna svona þegar að það kemur góð vörn eða boltinn fer ofan í. Ef maður ætlar ekki að njóta þess þegar að liðið spilar svona frábærlega eins og í seinni hálfleik þá þarf ég að fara að finna mér annað að gera,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Sjá meira