Hálftími leið frá því að bjöllu var hringt þar til fanga var sinnt Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2023 07:40 Lögreglustöðin við Hörðuvelli á Selfossi. Umboðsmaður Alþingis beinir ýmsum tilmælum til lögreglu og dómsmálaráðherra varðandi hvernig skuli bæta eftirlit með föngum á stöðinni. Vísir/Vilhelm Bæta þarf eftirlit með þeim sem vistuð eru í fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Í of miklum mæli er eingöngu notast við myndvöktun og reglubundnu innliti í klefa ekki sinnt sem skyldi. Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA
Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira