Maryam Moshiri, sem er einn virtasti þulur stöðvarinnar og hefur starfað þar í sextán ár, gaf áhorfendum fingurinn eftir að talið hafði verið niður að fyrstu frétt. Í kjölfarið las hún frétt um að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði beðið þjóðina afsökunar vegna þjáninga þeirra í heimfaraldrinum.
Myndbrotið fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og veltu margir fyrir sér hvað henni gekk til.
WATCH: BBC news anchor @BBCMaryam caught on camera giving the middle finger during a national news broadcast.
— Remix News & Views (@RMXnews) December 7, 2023
She later apologized if she "offended or upset anyone", insisting she was "joking around" and "did not realize that this would be caught on camera".
"It was a silly pic.twitter.com/5virLSCxGR
Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í morgun baðst hún afsökunar sagðist einungis hafa verið að grínast í samstarfsfélögum sínum. Hún hafi verið að herma eftir framleiðandanum sem hafi verið að telja niður frá 10, og hún hafi í gríni endað á löngutönginni.
„Þetta var einkahúmor hjá okkur á fréttagólfinu og mér þykir leitt að þetta fór í loftið. Þetta átti aldrei að vera í mynd og mér þykir leitt ef ég særði einhvern. Þetta var brandari sem átti einungis að vera fyrir nokkra samstarfsmenn mína,"
Hey everyone , yesterday just before the top of the hour I was joking around a bit with the team in the gallery.
— Maryam Moshiri (@BBCMaryam) December 7, 2023
I was pretending to count down as the director was counting me down from 10-0.. including the fingers to show the number. So from 10 fingers held up to one.
When
Breska ríkisútvarpið hefur ekki tjáð sig um atvikið.