Innlent

Lýsa eftir konu sem ók Skoda með barn í bílnum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Slysið átti sér stað á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Faxafens. Myndin er úr safni.
Slysið átti sér stað á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Faxafens. Myndin er úr safni. Vísir/Egill

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni dökkblárar Skoda stationbifreiðar og vitnum af umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Faxafens í gær um klukkan 18.30. Þar var ekið á mann á rafskútu.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að maðurinn hafi talið sig í lagi og sagt það við ökumanninn sem stoppaði strax til að athuga með ástand hans. 

Eftir að hann sagði henni að hann væri líklega í lagi fóru þau hvort sína leið án þess að skiptast á upplýsingum. Eftir kom þó í ljós að hann væri með töluverða áverka og mögulega fótbrotinn.

Lögreglan lýsir því eftir konunni og óskar þess að hún gefi sig fram. Tilkynningu lögreglunnar er hægt að lesa hér að neðan.

Ökumaður og vitni að slysinu eru beðin að gefa sig fram síma 444-1000 eða senda póst á abending@lrh.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×