Varnargarðar víða komnir upp í endanlega hæð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 17:00 Sundhnúkagarður er kominn upp í endanlega hæð. Verkís Vinna við varnargarðana á Reykjanesi gengur vel. Búið er að flytja að mestu efni úr nærliggjandi námum og er nú nær eingöngu unnið með efni af svæðinu. Verklok munu skýrast á næstu tveimur vikum. „Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
„Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31