Lífið

Karl kóngur taldi sig kannast við Portman úr gömlu Star Wars

Bjarki Sigurðsson skrifar
Natalie Portman árið 1999, nokkrum dögum áður en Karl spurði hana hvort hún hafi verið í gömlu Star Wars-myndunum.
Natalie Portman árið 1999, nokkrum dögum áður en Karl spurði hana hvort hún hafi verið í gömlu Star Wars-myndunum. Getty/Kevin Mazur

Karl Bretakonungur spurði leikkonuna Natalie Portman hvort hún hafi verið í gömlu Star Wars-myndunum þegar The Phantom Menace var frumsýnd. Portman var átján ára þarna og er fjórum árum yngri en fyrsta Star Wars-myndin sem kom út árið 1977.

Portman greinir frá þessum samskiptum sínum við kónginn, sem þá var krónprins Bretlands, í spjallþættinum Watch What Happens Live. Kóngurinn mætti ásamt konungsfjölskyldunni á frumsýninguna á The Phantom Menace árið 1999. 

Þar fór Portman með hlutverk Padmé Amidala en hún var átján ára þegar myndin kom út. 

„Ég man eftir Karli krónprins, hann var þá prins. Hann spurði mig hvort ég hafi verið í gömlu myndunum. Ég sagði bara: „Nei, ég er átján ára!“ En hann var mjög vinalegur,“ segir Portman

Natalie Portman tekur í hendina á Karli Bretakonungi, sem þá var prins, á frumsýningu The Phantom Menace.Getty/John Stillwell

Portman hefði ekki getað leikið í fyrstu tveimur myndunum sem komu út árin 1977 og 1980 því hún er fædd árið 1981. Hún hefði þó getað farið með hlutverk í mynd númer þrjú sem kom út árið 1983 en hún gerði það ekki. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.