Sigríður Hrund íhugar framboð til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2023 15:13 Sigríður Hrund Pétursdóttir ætlar að liggja undir feldi fram yfir áramót. Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir, eigandi Vinnupalla ehf. og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, liggur undir feldi varðandi mögulegt forsetaframboð á nýju ári. Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín fyrr en í áramótaávarpi sínu. Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Fréttastofa sendi Guðna fyrirspurn og spurði hvenær von væri á tilkynningu og hvort tilefni væri til að upplýsa fyrr en síðar um plönin til að gæta sanngirni gagnvart þeim sem væru að máta sig við forsetastól. „Í nýársávarpi 1. janúar 2020, á lokavetri síðasta kjörtímabils, kynnti ég áform mín í þessum efnum og geri fastlega ráð fyrir að hafa sama hátt á að þessu sinni,“ sagði í skriflegu svari Guðna til fréttastofu. Aldrei að vita hvað gerist Enginn hefur boðað formlega framboð til forseta Íslands. Ýmis nöfn hafa verið nefnd til sögunnar og eitt nafnið sem borist hefur á borð fréttastofu er Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Sigríður Hrund vildi ekki ræða málin í þaula en svaraði því til að hún lægi undir feldi. „Það er aldrei að vita hvað gerist eftir áramót.“ Sigríður Hrund Pétursdóttir var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu frá 2021 til 2023.FKA Sigríður Hrund hefur verið áberandi í viðtölum undanfarnar vikur. Hún var í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku þar sem hún ræddi um fæðingarþunglyndi sem hún glímdi við árum saman. Hún mætti einnig í hlaðvarpsþáttinn Einmitt sem Einar Bárðarson stýrir og ræddi áföll á lífsleiðinni. Sigríður Hrund er gift fjögurra barna móðir búsett í Kársnesinu í Kópavogi. Hún er menntaður viðskiptafræðingur. „Ég er bara venjuleg kona á Kársnesinu með fjögur börn og yndislegan mann, ég er bara jafnvenjuleg og hver önnur kona. En málefnin eru mér hjartans mál, ég verð bara heit þegar ég ræði þau, eins og sést. Mér finnst jafnrétti skipta höfuðmáli og mér finnst skipta máli að við getum unnið á málefnagrundvelli. Af því það er leiðin fyrir samfélagið, við erum öll jöfn, sama hvað við eigum mörg börn eða hvar við búum. Við eigum að vera viljug til að þroskast, læra og við eigum að draga fram fyrirmyndirnar okkar í gegnum ólíkar lífssögur,“ sagði Sigríður Hrund í viðtali við Vikuna árið 2021 þegar hún tók við formennsku hjá FKA. Styr var um stöðu hennar í ársbyrjun 2022 eftir að hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar sjónvarpsmanns þegar Vítalíumálið svonefnda kom upp. Félagsmenn í FKA kröfðust þess sumar að hún segði af sér formennsku. Svo fór ekki en Sigríður Hrund sagðist hafa gert mistök með lækinu. Meðmæli frá 1500 manns af öllu landinu Forsetaframbjóðendur þurfa að safna meðmælum frá minnst 1500 manns með kosningarétt en þó ekki fleiri en 3000. Ákveðinn fjölda þarf úr hverjum landsfjórðungi. Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Saga forseta Íslands Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fyrst kjörinn af Alþingi árið 1944 og sat óskoraður á forsetastóli til ársins 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti. Hann fékk aldrei mótframboð eftir það og gengdi embættinu til ársins 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn. Hann sat á Bessastöðum í þrjú kjörtímabil eða tólf ár án þess að fá mótframboð eftir að hann var fyrst kjörinn. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti árið 1980 eftir sögulegar forsetakosningar og sat á Bessastöðum í sextán ár eða fjögur kjörtímabil. Hún fékk hins vegar mótframboð árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram þar sem Vigdís hlaut 92,7 prósent atkvæða en Sigrún 5,3 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið allra manna lengst á forsetastóli eða í tuttugu ár. Eftir að hann hafði setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil árið 2004 buðu Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson sig einnig fram. Ólafur Ragnar fékk 85,6% atkvæða, Ástþór 1,9 prósent og Baldur 12,5 prósent. Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta í fimmta sinn árið 2012 buðu fimm aðrir sig fram til embættisins. Í kosningunum þá hlaut Ólafur Ragnar 52,8 prósent atkvæða, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 1,8 prósent, Ari Trausti Guðmundsson 8,6 prósent, Hannes Bjarnason 1 prósent, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6 prósent og Þóra Arnórsdóttir 33,2 prósent. Níu frambjóðendur voru í boði í forsetakosningunum í júní 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði eða 39,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent, Andri Snær Magnason 14,3 prósent og Davíð Oddsson 13,7 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu minna en 5 prósent atkvæða hver um sig. Í kosningunum 2020 bauð Guðmundur Franklín sig fram gegn Guðna og safnaði nægum fjölda meðmæla. Fjórir karlmenn til viðbótar tilkynntu um framboð en ýmist hættu við eða söfnuðu ekki nægum nöfnum á meðmælalista. Guðni hlaut 89,4 prósent atkvæða og Guðmundur 7,6%. Forsetakosningar 2024 eru fyrirhugaðar 1. júní verði fleiri en einn frambjóðandi í kjöri. Unnið er að nýjum upplýsingavef um kosningar með skýrleika og einfaldleika að leiðarljósi. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Fréttastofa sendi Guðna fyrirspurn og spurði hvenær von væri á tilkynningu og hvort tilefni væri til að upplýsa fyrr en síðar um plönin til að gæta sanngirni gagnvart þeim sem væru að máta sig við forsetastól. „Í nýársávarpi 1. janúar 2020, á lokavetri síðasta kjörtímabils, kynnti ég áform mín í þessum efnum og geri fastlega ráð fyrir að hafa sama hátt á að þessu sinni,“ sagði í skriflegu svari Guðna til fréttastofu. Aldrei að vita hvað gerist Enginn hefur boðað formlega framboð til forseta Íslands. Ýmis nöfn hafa verið nefnd til sögunnar og eitt nafnið sem borist hefur á borð fréttastofu er Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Sigríður Hrund vildi ekki ræða málin í þaula en svaraði því til að hún lægi undir feldi. „Það er aldrei að vita hvað gerist eftir áramót.“ Sigríður Hrund Pétursdóttir var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu frá 2021 til 2023.FKA Sigríður Hrund hefur verið áberandi í viðtölum undanfarnar vikur. Hún var í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku þar sem hún ræddi um fæðingarþunglyndi sem hún glímdi við árum saman. Hún mætti einnig í hlaðvarpsþáttinn Einmitt sem Einar Bárðarson stýrir og ræddi áföll á lífsleiðinni. Sigríður Hrund er gift fjögurra barna móðir búsett í Kársnesinu í Kópavogi. Hún er menntaður viðskiptafræðingur. „Ég er bara venjuleg kona á Kársnesinu með fjögur börn og yndislegan mann, ég er bara jafnvenjuleg og hver önnur kona. En málefnin eru mér hjartans mál, ég verð bara heit þegar ég ræði þau, eins og sést. Mér finnst jafnrétti skipta höfuðmáli og mér finnst skipta máli að við getum unnið á málefnagrundvelli. Af því það er leiðin fyrir samfélagið, við erum öll jöfn, sama hvað við eigum mörg börn eða hvar við búum. Við eigum að vera viljug til að þroskast, læra og við eigum að draga fram fyrirmyndirnar okkar í gegnum ólíkar lífssögur,“ sagði Sigríður Hrund í viðtali við Vikuna árið 2021 þegar hún tók við formennsku hjá FKA. Styr var um stöðu hennar í ársbyrjun 2022 eftir að hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar sjónvarpsmanns þegar Vítalíumálið svonefnda kom upp. Félagsmenn í FKA kröfðust þess sumar að hún segði af sér formennsku. Svo fór ekki en Sigríður Hrund sagðist hafa gert mistök með lækinu. Meðmæli frá 1500 manns af öllu landinu Forsetaframbjóðendur þurfa að safna meðmælum frá minnst 1500 manns með kosningarétt en þó ekki fleiri en 3000. Ákveðinn fjölda þarf úr hverjum landsfjórðungi. Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Saga forseta Íslands Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fyrst kjörinn af Alþingi árið 1944 og sat óskoraður á forsetastóli til ársins 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti. Hann fékk aldrei mótframboð eftir það og gengdi embættinu til ársins 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn. Hann sat á Bessastöðum í þrjú kjörtímabil eða tólf ár án þess að fá mótframboð eftir að hann var fyrst kjörinn. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti árið 1980 eftir sögulegar forsetakosningar og sat á Bessastöðum í sextán ár eða fjögur kjörtímabil. Hún fékk hins vegar mótframboð árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram þar sem Vigdís hlaut 92,7 prósent atkvæða en Sigrún 5,3 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið allra manna lengst á forsetastóli eða í tuttugu ár. Eftir að hann hafði setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil árið 2004 buðu Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson sig einnig fram. Ólafur Ragnar fékk 85,6% atkvæða, Ástþór 1,9 prósent og Baldur 12,5 prósent. Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta í fimmta sinn árið 2012 buðu fimm aðrir sig fram til embættisins. Í kosningunum þá hlaut Ólafur Ragnar 52,8 prósent atkvæða, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 1,8 prósent, Ari Trausti Guðmundsson 8,6 prósent, Hannes Bjarnason 1 prósent, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6 prósent og Þóra Arnórsdóttir 33,2 prósent. Níu frambjóðendur voru í boði í forsetakosningunum í júní 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði eða 39,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent, Andri Snær Magnason 14,3 prósent og Davíð Oddsson 13,7 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu minna en 5 prósent atkvæða hver um sig. Í kosningunum 2020 bauð Guðmundur Franklín sig fram gegn Guðna og safnaði nægum fjölda meðmæla. Fjórir karlmenn til viðbótar tilkynntu um framboð en ýmist hættu við eða söfnuðu ekki nægum nöfnum á meðmælalista. Guðni hlaut 89,4 prósent atkvæða og Guðmundur 7,6%. Forsetakosningar 2024 eru fyrirhugaðar 1. júní verði fleiri en einn frambjóðandi í kjöri. Unnið er að nýjum upplýsingavef um kosningar með skýrleika og einfaldleika að leiðarljósi.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira