Um er að ræða 480 fermetra einbýlishús á þremur hæðum við Sæbólsbraut 42 í Kópavogi. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt árið 1984 og endurhannað og stækkað árið 2001.

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að gengið sé inn á miðhæð hússins sem er búin rúmgóðu eldhúsi, björtum og opnum stofum. Þaðan er útgengt á svalir með útsýni yfir Fossvogsdal og út Skerjafjörðinn.
Á jarðhæðinni er glæsileg 12,5 metra sundlaug, heitur pottur, búningsklefi, sturta og snyrting. Auk þess er er tómstundarými, heimabíósalur, tvöfaldur bílskúr og tvær geymslur á hæðinni.
Lóðin er öll hin glæsilegasta með hlöðnum veggjum, gróðri og miklum svölum bæði sjávarmegin og framan við hús.





