Erlent

Danir banna kóranbrennur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá mótmælum í Írak vegna danskra kóranbrenna.
Frá mótmælum í Írak vegna danskra kóranbrenna. Getty/Murtadha Al-Sudani

Danska þingið samþykkti í dag lög sem banna „óviðeigandi meðferð“ á trúarritum. Fjöldi hægri öfgamanna hefur brennt trúarrit múslima, Kóraninn, á götum úti síðustu misseri. 

Lögin voru samþykkt með 94 atkvæðum gegn 77. Umræða um bannið tók langan tíma en það var í júlí sem utanríkisráðuneyti landsins greindi fyrst frá því að það ætlaði að skoða bann við brennunum. 

Með nýju lögunum er bannað að brenna, traðka á eða eyðileggja ritin á annan hátt. Á þetta við um öll trúarrit, ekki einungis Kóraninn.

Brennunum hafði ítrekað verið mótmælt harðlega en á sama tíma gagnrýndu talsmenn tjáningarfrelsis það að einhverjir vildu banna brennurnar. 

Frá þinginu í dag þegar frumvarpið var samþykkt.AP/Mads Claus Rasmussen

Stjórnvöld í Svíþjóð skoða að setja svipuð lög en þar hafa kóranbrennur einnig valdið miklum usla. Meðal annars var kveikt í sænska sendiráðinu í Írak í júlí vegna brennanna. 


Tengdar fréttir

Hand­tóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu

Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns.

Bretar banna dönskum Kóran­brennu­manni að koma

Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×