Tækifæri CRI þrefaldast á skömmum tíma

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur selt hinu þýska P1 Fuels búnað til framleiðslu á rafeldsneyti sem notað verður meðal annars fyrir akstursíþróttir. Forstjóri CRI segir að þau tækifæri sem fyrirtækið hafi til skoðunar hafi þrefaldast á skömmum tíma.
Tengdar fréttir

Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur inn í stjórn CRI
Stokkað hefur verið upp í stjórn íslenska tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) og þá hefur Sigurlína Ingvarsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og fjárfestir, tekið við sem stjórnarformaður en hún hefur setið í stjórn CRI frá því vorið 2021 þegar félagið Eyrir Invest kom inn í hluthafahóp CRI sem leiðandi fjárfestir.

CRI hættir við áform um skráningu vegna óróa á mörkuðum
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, hefur horfið frá fyrri áformum um skráningu á Euronext Growth markaðinn í Osló í Noregi. Unnið er nú að öðrum leiðum til að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, sem er meðal annars í eigu fjárfestingarfélagsins Eyris Invest, og gert er ráð fyrir að þeirri fjármögnun ljúki síðar á árinu.