Eftir 0-2 sigur Liverpool á Sheffield United í fyrradag staðfesti Klopp að Matip hefði slitið krossband í hné og myndi þar af leiðandi ekki spila meira með liðinu á tímabilinu. Samningur Kamerúnans við Liverpool rennur úr eftir tímabilið og hann gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Klopp renni núna hýru auga til varnarmanns Wolfsburg í Þýskalandi, Maxence Lacroix.
Frakkinn getur spilað bæði sem bakvörður og miðvörður og þykir mjög snöggur þrátt fyrir að vera rúmlega 190 sentímetrar á hæð. Hann kom til Wolfsburg frá Sochaux fyrir þremur árum.
Samningur Lacroix við Wolfsburg rennur út eftir næsta tímabil en talið er að Liverpool gæti fengið hann fyrir þrjátíu milljónir punda.
Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 34 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Liverpool tekur á móti Crystal Palace í fyrsta leik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í hádeginu á morgun.