Njarðvíkingar geta afrekað það í kvöld sem hefur ekki sést í „El Clasico“ í 37 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 15:40 Mario Matasovic og félagar í Njarðvík hafa unnið fjóra deildarleiki í röð á móti Keflavík. Vísir/Vilhelm Njarðvík tekur á móti Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld en þetta er lokaleikur tíundu umferðar og um leið einn af stærstu leikjum tímabilsins. Það er mikil eftirvænting fyrir leikinn enda bæði liðin að gera góða hluti í deildinni. Njarðvíkingar komast einir á toppinn með sigri en vinni Keflvíkingar þá verða fimm lið efst og jöfn í efsta sætinu. „El Clasico“ leikur Reykjanesbæjarliðanna er alltaf einn af hápunktum tímabilsins og hvað þá þegar bæði liðin eru í toppbaráttunni. Njarðvíkingar hafa unnið báða deildarleiki liðanna undanfarin tvö tímabil og hafa því unnið fjóra síðustu deildarleikina í Reykjanesbæjarslagnum. Keflvíkingar hafa reyndar slegið Njarðvík tvisvar út úr bikarkeppninni á þessum tíma en þegar kemur að leikjum í Subway deildinni þá hafa þeir grænu alltaf fagnað sigri. Njarðvík vann fyrsta leikinn í þessari fjögurra leikja sigurgöngu 30. desember 2021 en Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik á móti nágrönnum sínum síðan þeir unnu 32 stiga sigur, 89-57, í Blue höllinni 19. mars 2021. Liðin hafa nokkrum sinnum unnið fjóra leiki í röð á móti hvoru öðru undanfarin ár en það er hins vegar langt síðan að annað liðið náði að vinna fimm leiki í röð. Síðasta liðið til að vinna fimm „El Clasico“ leiki í röð var lið Njarðvíkinga vorið 1986. Njarðvík vann þá sex deildarleiki í röð á móti Keflavík frá febrúar 1984 til febrúar 1986 en Keflvíkingar féllu úr deildinni á þessum tíma. Keflavík hafði unnið fjóra fyrstu deildarleiki liðanna þegar Keflvíkingar komu fyrst upp í efstu deild á 1982-83 tímabilinu. Þeir unnu síðan Njarðvík með einu stigi í Ljónagryfjunni 18. nóvember 1983 en síðan ekki aftur fyrr en liðin mættust í Keflavík 23. október 1986. Í sjötta sigri Njarðvík í röð á Keflavík, 103-83 sigur í Keflavík 21. febrúar 1986, þá voru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson stigahæstir í Njarðvíkurliðinu með 28 stig hvor en Guðjón Skúlason skoraði mest fyrir Keflavík eða 24 stig. Keflvíkingar enduðu síðan taphrinu sína á móti Njarðvík átta mánuðum síðar með 72-64 sigri í Keflavík. Hreinn Þorkelsson var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 21 stig en Guðjón Skúlason skoraði 14 stig. Valur Ingimundarson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 24 stig. Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983 Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Fleiri fréttir „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Sjá meira
Það er mikil eftirvænting fyrir leikinn enda bæði liðin að gera góða hluti í deildinni. Njarðvíkingar komast einir á toppinn með sigri en vinni Keflvíkingar þá verða fimm lið efst og jöfn í efsta sætinu. „El Clasico“ leikur Reykjanesbæjarliðanna er alltaf einn af hápunktum tímabilsins og hvað þá þegar bæði liðin eru í toppbaráttunni. Njarðvíkingar hafa unnið báða deildarleiki liðanna undanfarin tvö tímabil og hafa því unnið fjóra síðustu deildarleikina í Reykjanesbæjarslagnum. Keflvíkingar hafa reyndar slegið Njarðvík tvisvar út úr bikarkeppninni á þessum tíma en þegar kemur að leikjum í Subway deildinni þá hafa þeir grænu alltaf fagnað sigri. Njarðvík vann fyrsta leikinn í þessari fjögurra leikja sigurgöngu 30. desember 2021 en Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik á móti nágrönnum sínum síðan þeir unnu 32 stiga sigur, 89-57, í Blue höllinni 19. mars 2021. Liðin hafa nokkrum sinnum unnið fjóra leiki í röð á móti hvoru öðru undanfarin ár en það er hins vegar langt síðan að annað liðið náði að vinna fimm leiki í röð. Síðasta liðið til að vinna fimm „El Clasico“ leiki í röð var lið Njarðvíkinga vorið 1986. Njarðvík vann þá sex deildarleiki í röð á móti Keflavík frá febrúar 1984 til febrúar 1986 en Keflvíkingar féllu úr deildinni á þessum tíma. Keflavík hafði unnið fjóra fyrstu deildarleiki liðanna þegar Keflvíkingar komu fyrst upp í efstu deild á 1982-83 tímabilinu. Þeir unnu síðan Njarðvík með einu stigi í Ljónagryfjunni 18. nóvember 1983 en síðan ekki aftur fyrr en liðin mættust í Keflavík 23. október 1986. Í sjötta sigri Njarðvík í röð á Keflavík, 103-83 sigur í Keflavík 21. febrúar 1986, þá voru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson stigahæstir í Njarðvíkurliðinu með 28 stig hvor en Guðjón Skúlason skoraði mest fyrir Keflavík eða 24 stig. Keflvíkingar enduðu síðan taphrinu sína á móti Njarðvík átta mánuðum síðar með 72-64 sigri í Keflavík. Hreinn Þorkelsson var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 21 stig en Guðjón Skúlason skoraði 14 stig. Valur Ingimundarson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 24 stig. Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983
Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Fleiri fréttir „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur