Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 14:03 Bjarni var hinn rólegasti á meðan Katrín henti glimmerinu yfir hann í þrígang. Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. „Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
„Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira