Umfjöllun: Paragvæ - Ísland 19-25 | Sterkur sigur Íslands á leiðinni að Forsetabikarnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. desember 2023 18:35 Þórey Rósa fagnar. EPA-EFE/Beate Oma Ísland vann Mið-Ameríku meistara Paragvæ í Forsetabikarnum á HM kvenna í dag með sex marka mun. Lokatölur 19-25 í leik sem íslenska liðið var í basli sóknarlega stóran hluta leiksins. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, gerði tvær breytingar á hópnum fyrir leikinn í dag frá 23 marka sigri liðsins gegn Grænlandi á fimmtudaginn. Hildigunnur Einarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir voru settar utan hóps í dag og inn í hópinn komu þær Katrín Tinna Jensdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir. Paragvæ skoraði fyrsta mark leiksins og leiddust liðin að í markaskori fyrstu átta mínútur leiksins, staðan 4-4. Þá náði íslenska liðið að slíta sig frá því paragvæska. Á næstu mínútum skoraði Ísland átta mörk gegn aðeins einu hjá paragvæska liðinu og staðan því orðin 5-12 og 18 mínútur liðnar. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins lék íslenska liðið þó afleiddan sóknarleik og tapaði boltanum í gríð og erg ásamt því að nýta ekki þau örfáu færi sem liðið skapaði sér á þessum kafla. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiksins. Breyttist sú spilamennska lítið þrátt fyrir að Arnar Pétursson hafi tekið leikhlé og kallað eftir að liðið skyldi spila á hærri ákefð. Á meðan skoraði Paragvæ fjögur mörk. Staðan 9-13 í hálfleik og Hafdís Lilja Renötudóttir, markvörður Íslands, helsta ástæða þess að bilið var ekki minna en hún varði tíu skot í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var framhald af því sem átti sér stað á lokakafla þess fyrri, lélegur sóknarleikur. Ísland var aðeins búið að skora fjögur mörk eftir korters leik í síðari hálfleik og skoraði Perla Ruth Albertsdóttir öll þau mörk. Kom það ekki að sök þar sem Paragvæ skoraði aðeins fimm mörk á meðan, staðan 14-17. Minnsti munurinn sem var á milli liðanna í síðari hálfleik voru tvö mörk en var það aðeins um stundar sakir þar sem íslenska liðið náði að breikka það bil með 3-0 kafla. Leikurinn fjaraði svo rólega út og endaði með öruggum sigri Íslands þrátt fyrir slaka spilamennsku bróðurpart leiksins. Af hverju vann Ísland? Íslensku stelpurnar voru ávallt með yfirhöndina í leiknum og gættu vel að því að Paragvæ ógnaði ekki forystu liðsins í leiknum. Hafdís Lilja Renötudóttir var einnig frábær í markinu hjá íslenska liðinu og gætti þess að íslenska liðið missti ekki niður forystu sína þrátt fyrir slakan sóknarleik hjá liðsfélögum sínum. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Lilja Renötudóttir er þar fyrst á blað en hún varði 14 skot, þar af tíu í fyrri hálfleik og endaði með 42 prósent markvörslu. Perla Ruth Albertsdóttir var best af útispilurum íslenska liðsins og skoraði sjö mörk úr níu skotum, þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. Hvað gekk illa? Fyrir utan fyrstu 18 mínútur leiksins var sóknarleikur íslenska liðsins dapur. Margir tapaðir boltar og léleg færasköpun var aðalstefið í sóknarleik liðsins. Þar spilaði þó dómgæslan inn í en margir undarlegir dómar féllu í leiknum sem voru valdar þess að boltinn tapaðist oftar en ella. Vinstri skyttur íslenska liðsins hafa átt betri daga en aðeins eitt mark úr sex skotum kom frá þeim Andreu Jacobsen og Elínu Rósu Magnúsdóttur. Hvað gerist næst? Íslenska liðið mætir Kína á mánudaginn klukkan 17:00 í lokaumferðinni í riðlakeppni Forsetabikarsins. Paragvæ mætir Grænlandi sama dag klukkan 19:30. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta
Ísland vann Mið-Ameríku meistara Paragvæ í Forsetabikarnum á HM kvenna í dag með sex marka mun. Lokatölur 19-25 í leik sem íslenska liðið var í basli sóknarlega stóran hluta leiksins. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, gerði tvær breytingar á hópnum fyrir leikinn í dag frá 23 marka sigri liðsins gegn Grænlandi á fimmtudaginn. Hildigunnur Einarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir voru settar utan hóps í dag og inn í hópinn komu þær Katrín Tinna Jensdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir. Paragvæ skoraði fyrsta mark leiksins og leiddust liðin að í markaskori fyrstu átta mínútur leiksins, staðan 4-4. Þá náði íslenska liðið að slíta sig frá því paragvæska. Á næstu mínútum skoraði Ísland átta mörk gegn aðeins einu hjá paragvæska liðinu og staðan því orðin 5-12 og 18 mínútur liðnar. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins lék íslenska liðið þó afleiddan sóknarleik og tapaði boltanum í gríð og erg ásamt því að nýta ekki þau örfáu færi sem liðið skapaði sér á þessum kafla. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiksins. Breyttist sú spilamennska lítið þrátt fyrir að Arnar Pétursson hafi tekið leikhlé og kallað eftir að liðið skyldi spila á hærri ákefð. Á meðan skoraði Paragvæ fjögur mörk. Staðan 9-13 í hálfleik og Hafdís Lilja Renötudóttir, markvörður Íslands, helsta ástæða þess að bilið var ekki minna en hún varði tíu skot í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var framhald af því sem átti sér stað á lokakafla þess fyrri, lélegur sóknarleikur. Ísland var aðeins búið að skora fjögur mörk eftir korters leik í síðari hálfleik og skoraði Perla Ruth Albertsdóttir öll þau mörk. Kom það ekki að sök þar sem Paragvæ skoraði aðeins fimm mörk á meðan, staðan 14-17. Minnsti munurinn sem var á milli liðanna í síðari hálfleik voru tvö mörk en var það aðeins um stundar sakir þar sem íslenska liðið náði að breikka það bil með 3-0 kafla. Leikurinn fjaraði svo rólega út og endaði með öruggum sigri Íslands þrátt fyrir slaka spilamennsku bróðurpart leiksins. Af hverju vann Ísland? Íslensku stelpurnar voru ávallt með yfirhöndina í leiknum og gættu vel að því að Paragvæ ógnaði ekki forystu liðsins í leiknum. Hafdís Lilja Renötudóttir var einnig frábær í markinu hjá íslenska liðinu og gætti þess að íslenska liðið missti ekki niður forystu sína þrátt fyrir slakan sóknarleik hjá liðsfélögum sínum. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Lilja Renötudóttir er þar fyrst á blað en hún varði 14 skot, þar af tíu í fyrri hálfleik og endaði með 42 prósent markvörslu. Perla Ruth Albertsdóttir var best af útispilurum íslenska liðsins og skoraði sjö mörk úr níu skotum, þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. Hvað gekk illa? Fyrir utan fyrstu 18 mínútur leiksins var sóknarleikur íslenska liðsins dapur. Margir tapaðir boltar og léleg færasköpun var aðalstefið í sóknarleik liðsins. Þar spilaði þó dómgæslan inn í en margir undarlegir dómar féllu í leiknum sem voru valdar þess að boltinn tapaðist oftar en ella. Vinstri skyttur íslenska liðsins hafa átt betri daga en aðeins eitt mark úr sex skotum kom frá þeim Andreu Jacobsen og Elínu Rósu Magnúsdóttur. Hvað gerist næst? Íslenska liðið mætir Kína á mánudaginn klukkan 17:00 í lokaumferðinni í riðlakeppni Forsetabikarsins. Paragvæ mætir Grænlandi sama dag klukkan 19:30.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti