Fótbolti

Hálfs árs fangelsi fyrir að kynþáttaníð í garð Rio Ferdinand

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Maður var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð Rio Ferdinand.
Maður var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð Rio Ferdinand. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images

Maður að nafni Jamie Arnold hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmanns Manchester United og enska landsliðsins.

Arnold beindi handabendingum í átt að Ferdinand á leik Wolves og Manchester City á Molineux-vellinum í Wolverhamton í maí árið 2021. Það var fyrsti leikurinn sem leyfði áhorfendur á vellinum eftir að opnað var fyrir almenning eftir kórónuveirufaraldurinn.

Þessi 33 ára gamli maður var fundinn sekur um kynþáttaníð á almannafæri í nóvember og hefur nú verið dæmdur til sex mánaða fangalesisvistar.

Í yfirlýsingu frá Ferdinand kemur fram að handabendingar Arnold hafi valdið honum vanlíðan og að hann hafi verið niðurbrotinn eftir atvikið. Þá segir knattspyrnumaðurinn fyrrverandi að hann hafi mátt þola kynþáttaníð á knattspyrnuferli sínum, en aldrei áður eftir að hann hóf störf sem sérfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×