„Það er brjálsemi að halda þessu fram“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 10:24 Sólveig Anna sagði heimildir Stefáns Einars vera rógburð. Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð. Þetta kom fram í þjóðmálaþættinum Spursmálum, sem stýrt er af Stefáni Einari Stefánssyni. Stefán sagðist hafa heimildir fyrir því að Sólveig Anna og félagar hefðu komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í Guðrúnartúni þar sem öðru starfsfólki hafi verið meinaður aðgangur. Ítrekaði spurninguna „Nei, guð minn góður. Það er brjálsemi að halda þessu fram og því miður er það svo,“ sagði Sólveig Anna sem komst ekki lengra því Stefán Einar greip frammí fyrir henni og spurði hana aftur hvort þetta væri ekki rétt. „Að sjálfsögðu ekki. Guð minn góður. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Og það er ótrúlegt að ég þurfi á þessum tímapunkti ennþá að vera að reyna að hrekja...“ sagði Sólveig Anna en aftur greip Stefán Einar frammí fyrir henni. „Við viljum fá svör við þessum spurningum sem eðlilegt er,“ sagði Stefán Einar. Það stóð ekki á svörum. „Já, ég er að svara þessu og þetta er alrangt. Efling bara svo ég fari þá að útskýra þetta, eins leiðinlegt og fáránlegt og það hlýtur nú að vera fyrir þá sem eru að horfa á þetta sem vilja væntanlega frekar fjalla um kjaramálin og svo framvegis, þá er það svo að Efling á næstum því 50 prósent í Guðrúnartúninu, sem stundum hefur verið kallað skrifstofuvirkið.“ Lygar og rógburður Skaut Stefán Einar því þá að að þetta væri stór og glæsileg bygging. Sólveig Anna segir starfsemi Eflingar fara fram á þriðju hæðinni og á fjórðu hæðinni. „Þetta eru hæðir sem við nýtum, gerðum þá og gerum nú. Að einhver hafi verið að reyna að loka sig af er brjálsemi að halda fram, rangt, lygar og rógburður.“ Svaraði Stefán Einar því þá að orð Sólveigar væru um það fólk og að hann ætlaði sér ekki að leggja mat á þau. Svaraði Sólveig Anna þá að nýju. „Það eru orð um það að ég hafi reynt að loka mig af í einhverju aðskildu rými, já.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Þetta kom fram í þjóðmálaþættinum Spursmálum, sem stýrt er af Stefáni Einari Stefánssyni. Stefán sagðist hafa heimildir fyrir því að Sólveig Anna og félagar hefðu komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í Guðrúnartúni þar sem öðru starfsfólki hafi verið meinaður aðgangur. Ítrekaði spurninguna „Nei, guð minn góður. Það er brjálsemi að halda þessu fram og því miður er það svo,“ sagði Sólveig Anna sem komst ekki lengra því Stefán Einar greip frammí fyrir henni og spurði hana aftur hvort þetta væri ekki rétt. „Að sjálfsögðu ekki. Guð minn góður. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Og það er ótrúlegt að ég þurfi á þessum tímapunkti ennþá að vera að reyna að hrekja...“ sagði Sólveig Anna en aftur greip Stefán Einar frammí fyrir henni. „Við viljum fá svör við þessum spurningum sem eðlilegt er,“ sagði Stefán Einar. Það stóð ekki á svörum. „Já, ég er að svara þessu og þetta er alrangt. Efling bara svo ég fari þá að útskýra þetta, eins leiðinlegt og fáránlegt og það hlýtur nú að vera fyrir þá sem eru að horfa á þetta sem vilja væntanlega frekar fjalla um kjaramálin og svo framvegis, þá er það svo að Efling á næstum því 50 prósent í Guðrúnartúninu, sem stundum hefur verið kallað skrifstofuvirkið.“ Lygar og rógburður Skaut Stefán Einar því þá að að þetta væri stór og glæsileg bygging. Sólveig Anna segir starfsemi Eflingar fara fram á þriðju hæðinni og á fjórðu hæðinni. „Þetta eru hæðir sem við nýtum, gerðum þá og gerum nú. Að einhver hafi verið að reyna að loka sig af er brjálsemi að halda fram, rangt, lygar og rógburður.“ Svaraði Stefán Einar því þá að orð Sólveigar væru um það fólk og að hann ætlaði sér ekki að leggja mat á þau. Svaraði Sólveig Anna þá að nýju. „Það eru orð um það að ég hafi reynt að loka mig af í einhverju aðskildu rými, já.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira