Kaup starfsfólks lögreglu á fatafellum „botnlaust dómgreindarleysi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 13:52 Helga, Sigurður og Stefán voru gestir í Vikulokunum og sögðu málið slæmt. Samsett Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lítur atvik sem átti sér stað í vinnuferð starfsmanna embættisins alvarlegum augum. Þrír starfsmenn embættisins fóru út á lífið eftir vinnuferð og pöntuðu sér fatafellu. Fyrrverandi þingmaður segir málið vont. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um það í hádegisfréttum RÚV hvort starfsmennirnir væru farnir í leyfi. Hún sagðist þó líta málið alvarlegum augum. Starfsmennirnir njóti persónuverndar á meðan málið sé til rannsóknar. Verulega vont mál Málið var rætt í Vikulokum á Rás 1 í morgun. Þar voru gestir Sunnu Valgerðardóttur þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands Stefán Pálsson sagði það gleðilegt að væri verið að fara með fólk í fræðsluferðir til Auschwitz en að um væri að ræða „botnlaust dómgreindarleysi og vitleysisgang“ af hálfu starfskvenna lögreglunnar. Hann sagði sér fallast hendur. Halla Bergþóra er lögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, sagði þetta kjánaskap og þarna hefðu verið teknar heimskulegar ákvarðanir. Málið væri óheppilegt og það væri betra ef þetta hefði ekki gerst. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingar, sagði málið ferlega ömurlegt. „Þær eru í vinnuferð. Þetta er lögreglan og þær eru ákveðnar reglur.“ Hún sagði mikilvægt að vita hvaða einstaklingur það var sem var keyptur, hver bakgrunnur hans er og sagði mjög líklegt væri að einstaklingurinn væri þolandi mansals. „Mér finnst þetta bara vont. Maður flissar við morgunverðarborðið þegar maður sér þessa frétt af því þetta er svo vandræðalegt. En svo er þetta bara alveg ömurlegt og hrikalega vont,“ sagði Helga Vala í Vikulokunum. Keyptu sér limmósínu og fatafellu Fram kom í frétt Vísis um málið í gær að vinnuferðin var farin í síðasta mánuði. Þegar henni lauk varð hópur starfsmanna eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það yfir helgina sem fylgdi sem kvenkyns starfsmenn ákærusviðs skelltu sér út á lífið, leigðu limmósínu og keyptu þjónustu karlkyns fatafellu. Í frétt Heimildarinnar í gær kom svo fram að myndum af því var svo deilt í lokaðan hóp á Snapchat. Lögreglan Pólland Mansal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Sjá meira
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um það í hádegisfréttum RÚV hvort starfsmennirnir væru farnir í leyfi. Hún sagðist þó líta málið alvarlegum augum. Starfsmennirnir njóti persónuverndar á meðan málið sé til rannsóknar. Verulega vont mál Málið var rætt í Vikulokum á Rás 1 í morgun. Þar voru gestir Sunnu Valgerðardóttur þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands Stefán Pálsson sagði það gleðilegt að væri verið að fara með fólk í fræðsluferðir til Auschwitz en að um væri að ræða „botnlaust dómgreindarleysi og vitleysisgang“ af hálfu starfskvenna lögreglunnar. Hann sagði sér fallast hendur. Halla Bergþóra er lögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, sagði þetta kjánaskap og þarna hefðu verið teknar heimskulegar ákvarðanir. Málið væri óheppilegt og það væri betra ef þetta hefði ekki gerst. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingar, sagði málið ferlega ömurlegt. „Þær eru í vinnuferð. Þetta er lögreglan og þær eru ákveðnar reglur.“ Hún sagði mikilvægt að vita hvaða einstaklingur það var sem var keyptur, hver bakgrunnur hans er og sagði mjög líklegt væri að einstaklingurinn væri þolandi mansals. „Mér finnst þetta bara vont. Maður flissar við morgunverðarborðið þegar maður sér þessa frétt af því þetta er svo vandræðalegt. En svo er þetta bara alveg ömurlegt og hrikalega vont,“ sagði Helga Vala í Vikulokunum. Keyptu sér limmósínu og fatafellu Fram kom í frétt Vísis um málið í gær að vinnuferðin var farin í síðasta mánuði. Þegar henni lauk varð hópur starfsmanna eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það yfir helgina sem fylgdi sem kvenkyns starfsmenn ákærusviðs skelltu sér út á lífið, leigðu limmósínu og keyptu þjónustu karlkyns fatafellu. Í frétt Heimildarinnar í gær kom svo fram að myndum af því var svo deilt í lokaðan hóp á Snapchat.
Lögreglan Pólland Mansal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Sjá meira
Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16