Alvarleg þróun ef stjórnmálamenn þurfi að óttast öryggi sitt Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 14:32 Mótmælendur köstuðu glimmeri og birtu kröfur sínar á stórum borða. Aðsend Forstöðumaður og formaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands harma „þá dapurlegu uppákomu“ sem átti sér stað á hátíðarfundi sem stofnunin ætlaði að halda í gær af tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Atvikið sem um ræðir eru mótmæli vegna stöðunnar í Palestínu en mótmælendur hentu glimmeri yfir utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. Krafa þeirra var meðal annars að Ísland sliti viðskiptasambandi við Ísrael. Í yfirlýsingu frá Alþjóðamálastofnuninni kemur fram að ætlun þeirra hafi verið að ræða mikilvægi mannréttinda í heiminum en að mótmælin hafi komð í veg fyrir að fundurinn gæti farið fram, auk þess að ráðist hafi verið að utanríkisráðherra. „Það er alvarleg þróun í samfélagi okkar ef stjórnmálamenn þurfa að óttast um öryggi sitt þegar þeir koma fram á opinberum vettvangi. Eins verðum við að vona að mótmælin í gær vísi ekki á það sem koma skal, því að lýðræði og mannréttindi þrífast aldrei í samfélagi þar sem fólk vill ekki hlusta á skoðanir hvers annars,“ segir að lokum. Utanríkisráðherra sagði frá því á Facebook fyrr í dag að hann hafi þurft að ræða mótmælin við dóttur sína. Hann sagði mótmælin hreint skemmdarverk. Hópur 569 Íslendinga sendi í gær opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Bandaríkin sögðu nei Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. Síðastliðinn miðvikudag krafði Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, öryggisráðið formlega um viðbrögð við ástandinu á Gasa. Hann virkjaði 99. grein stofnsáttmála samtakanna en aðeins einu sinni áður hefur það verið gert. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Mannréttindi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn vopnahléstillögu Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. 9. desember 2023 08:33 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Atvikið sem um ræðir eru mótmæli vegna stöðunnar í Palestínu en mótmælendur hentu glimmeri yfir utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. Krafa þeirra var meðal annars að Ísland sliti viðskiptasambandi við Ísrael. Í yfirlýsingu frá Alþjóðamálastofnuninni kemur fram að ætlun þeirra hafi verið að ræða mikilvægi mannréttinda í heiminum en að mótmælin hafi komð í veg fyrir að fundurinn gæti farið fram, auk þess að ráðist hafi verið að utanríkisráðherra. „Það er alvarleg þróun í samfélagi okkar ef stjórnmálamenn þurfa að óttast um öryggi sitt þegar þeir koma fram á opinberum vettvangi. Eins verðum við að vona að mótmælin í gær vísi ekki á það sem koma skal, því að lýðræði og mannréttindi þrífast aldrei í samfélagi þar sem fólk vill ekki hlusta á skoðanir hvers annars,“ segir að lokum. Utanríkisráðherra sagði frá því á Facebook fyrr í dag að hann hafi þurft að ræða mótmælin við dóttur sína. Hann sagði mótmælin hreint skemmdarverk. Hópur 569 Íslendinga sendi í gær opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Bandaríkin sögðu nei Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. Síðastliðinn miðvikudag krafði Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, öryggisráðið formlega um viðbrögð við ástandinu á Gasa. Hann virkjaði 99. grein stofnsáttmála samtakanna en aðeins einu sinni áður hefur það verið gert.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Mannréttindi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn vopnahléstillögu Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. 9. desember 2023 08:33 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn vopnahléstillögu Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. 9. desember 2023 08:33
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51